Æskan - 01.05.1986, Qupperneq 39
ÆSKAN SPYR:
hver er eftirlætis íþróttin þín?
Arnar Geir Jónsson 9 ára:
Hattspyrna. Ég æfi með 6. flokki ÍR.
e’> ég hef ekki tekið þátt í móti en ég
er' ráð fyrir að verða með í Tomma-
þ°tlnu í Vestmannaeyjum í sumar.
a er einmitt fyrir 6. flokk. Ég er
‘ast miðframherji. Mér finnst ofsa-
e8a Raman í fíSthnlta
þ ®,rgir Konráð Sigurðsson 8 ára:
Qa er sund og skíðaiðkun. Ég fer
ast 1 Laugardalslaugina að synda -
s 1 Bláfjöllin á skíði. Svo æfi ég knatt-
asffriU me^ Fram. Ég er oft-
miðframherji. Já, mér finnst líka
man að handknattleik. Ég hef mest
. æti á Einari Þorvarðarsyni og Krist-
Jani Harðarsyni.
Valdimar Jóhannsson 11 ára:
Handknattleikur - en knattspyrna er
líka skemmtileg. Svo fer ég stundum í
sund. Nei, ég hef ekki æft með félagi
- en ég er að hugsa um að gera það.
Ég leik mér bara oft með strákunum
og svo hef ég keppt með KFUM.
Hjördís Þóra Jensdóttir 12 ára:
Hestamennska. Ég hef stundað hana í
4 eða 5 ár og verið í reiðskóla, t. d. í
Saltvík. Nei, ég á ekki hest. Afi minn á
hest sem ég hef oft farið á. Hann er 20
vetra og heitir Funi. Mér þykir mjög
vænt um hann.
Áslaug Högnadóttir 12 ára:
Handknattleikur og sund. Nei, ég hef
ekki æft hjá félagi - bara í leikfimi.
Kristján Arason er eftirlætisleik-
maðurinn. Já, ég horfði á alla leikina í
Heimsmeistarakeppninni. Ég fer oft-
ast í sund í Sundhöll Reykjavíkur. Ég
fór tvisvar til þrisvar í viku í vetur —
áður en ég fór í skólann, kl. 7 . . .
Halldóra Sigurðardóttir 14 ára:
Handknattleikur, knattspyrna og
sund. Mig langar að æfa fótbolta með
Val í sumar. Strákarnir? Já, þeir neita
oft að hafa okkur með. Svo eru þeir
dálitlir fantar. - Ég fór með Áslaugu í
Sundhöllina. Jú, ég held að við höfum
nú verið hressari á morgnana en hinir
krakkarnir í skólanum. Þeir voru
margir syfjaðir að sjá . . .
39