Æskan

Årgang

Æskan - 01.05.1986, Side 48

Æskan - 01.05.1986, Side 48
21. Kóngsson bað skraddara blessunar. Hon- um varð illa við sem von var fyrst engan sá þótt í heyrði. Þá tók kóngsson ofan hattinn og birtist að bragði. - Hræðstu eigi, skraddari góður og gegn, kvað kóngsson, og sagði síðan allt af létta um ætterni sitt og ætlan. 22. En sú í rekkju rumskaði nú og reyndist sjálf kóngsdóttirin. Faðir hennar vildi gefa hana grannkóngi og hljóp hún því að heiman og leyndist hjá liprum klæðskera. Hafði hún verið afar þungt haldin fyrir sakir eftirsjár en varð nú alfrísk þegar af einlægri gleði endurfunda. 23. Þau héldu til kóngs föður Flórentínu og báðu hann leyfis að eigast. En kóngur var argur og illskeyttur. — Hvar er ormurinn hvíti? innti hann, hví færir þú mér hann eigi? Kóngsson varð að viðurkenna að hann hefði eigi haldið honum því að af ótta leit aftur. 24. - Þá færð þú ekki heldur hjartfólgna dótt- ur, kvað við kóngur og var reiður og rauður. En nágranninn kóngur hafði eigi haft nennu að bíða brúðar og átti nú aðra. Ekki þótti honum þó að gert nóg og vildi hefna hneisu. 48

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.