Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 7

Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 7
fíllinn og músin— ^Ssta Æska! ^Hvað tákna þessar teikningar? Ef és V' ^ V*ta ^estir ksendur svarið en SP'’r samt. Mér finnst þær svo Sn)allar! g 8 sendi líka brandara: lau *nU Stnnt voru HU °g mús í sund- en kau skemmtu sér konunglega Sl alit 1 einu bað músin fílinn að aftu ^ ~ en í^skjútt að setjast £ ’,c,8 ®tlaði bara að athuga hvort þú hún^ * sundskýlunni minni>“ sagði Sóldögg Hafliðadóttir Póstáritun K*ra Æska! séð ^ er alveg 1 vandræðum! Ég hef CV|aSVo margar póstáritanir til Whitn- bei ^ ^OUston en veit ekki hverja skrif\e^ a a^ nota- Hr sama hvert ég Auður. $var: Éið uð v<entum að sama sé hver not- fle^' Aðdáendaklúbbar geta verið ltv-, en einn - umboðsmenn og h0 mé/ndafélög taka líka að sér að a bréfum til þess sem annast ottöku. . - Dráttarvéla-akstur— Kæri Æskupóstur! Mig langar til að spyrja þig nokk- urra spurninga. Hvert er aldurstakmark til að taka dráttarvélapróf? Hve gamall þarf maður að vera til að mega aka dráttarvél úti á vegum? Hvar er prófið tekið? Hvað kostar það? Þetta fylgir til gamans: „Ég þoli þetta ekki lengur! Þú ert alltaf að leiðrétta mig.“ „Hvaða vitleysa, góða mín!“ „Það er engin vitleysa. Þú hefur ekki gert annað í 17 ár.“ „Della er þetta. Átján eru þau!“ Polli Svar: 16 ára mega unglingar taka próf til aksturs dráttarvéla. Próf þarf ekki til að stjóma dráttarvélum við landbúnaðarstörf utan alfaravega en stjómandi þarf að vera orðinn 13 ára. Umferðarráð ogfleiri hafa efnt til námskeiða í stjóm dráttarvéla, einu sinni á ári. Þeim hefur verið tví- skipt. Þeir sem eru yngri en 16 ára hafa fengið kynningu og ráðgjöf ein- vörðungu en þeir sem orðnir eru 16 hafa getað tekið próf að loknu nám- skeiði. Námskeiðin hafa hingað til aðeins verið í Reykjavík, í umsjá Bifreiðaeftirlitsins. Þátttökugjald mun hafa verið 6.500 kr. Þau hafa staðið yfir tvœr helgar. 130-140 unglingar sóttu síðasta námskeið. Umferðarráð hefur hug á að koma námskeiðum á víðar. Blómarækt og bóka- gagnrýni Kæra Æska! Um leið og ég sendi lausnir í popp- þraut og myndagetraun vil ég kvarta dálítið. í fyrsta lagi finnst mér að þið eigið að geta þess hvenær skila eigi lausn- um svo að lesendur dragi það ekki of lengi. Þá finnst mér „alveg ferlegt" að þið skulið íslenska nöfn. Það talar enginn um Brúsa frænda, Markús Knopfler og Mikjál. Ég er alveg eindregið þeirrar skoðunar að öllum finnist bæði óþægilegt og hallærislegt að ís- lenska þessi nöfn. í þriðja lagi finnst mér blaðið orðið of einhæft. Það eru alltaf sömu þætt- irnir og of mikið af sögum. Ég er með nokkrar hugmyndir. Þið gætuð haft þátt um fólk - stutt viðtal og mynd - þátt um blómarækt, íþróttaþátt, bókagagnrýni (kannski þannig að les- endur sendi umsagnir um bækur) - og ýmislegt fleira. -Hvað lesið þið úr skriftinni? Með kærum kveðjum, Jón Ormsson. Svar: Frestur til að skila lausnum er til útkomu nœsta tbl. á eftir því sem þrautimar birtust í. Það hefur kom- ið af sjálfu sér að lesendur senda ekki lausnir við þrautum úr „gamla“ blaðinu eftir að nýtt er komið út. Við höfum þegar skýrt afstöðu okkar til íslenskunar erlendra nafna. Ef nöfnin eiga sér algera hliðstœðu í íslensku finnst okkur eðlilegt að nota íslensku orðmynd- ina. („Brúsa“-nafnið fellur ekki undir þetta - en við höfum ekki breytt þeirri nafngift umsjónar- manns Poppþáttar. . .) Þú munt kannast við að alsiða er að nota íslenskar orðmyndir nafna konungafólks. Talað er um Mar- gréti og Elísabetu drottningar, Karl og Ólaf konunga, Díönu og Söm prinsessur. Að sjálfsögðu em þetta nánast sömu orðin, aðeins felld að íslenskum stafsetningar- og beyging- arreglum. Okkur er ekki jafntamt að nota orðin Patrek og Mikjál en þau em góð og gild. Takið þetta ekki þannig að við séum að gera lít- ið úr þessu fólki. Þvert á móti. . . Við þiggjum ábendingar um efni alltaf þakksamlega. Raunar höfum við reett við fólk í þáttum með ýms- um heitum, t.d. Slegið á þráðinn og Áhugamálið mitt. íþróttaþáttur hef- ur verið í blaðinu, e.t.v. þó ekki nógu oft, bcekur hafa líka verið gagnrýndar en ekki nýlega. . . Við tökum þetta til athugunar. Af skriftinni (og þó kannski frek- ar af bréfinu) þykjumst við sjá að þú sért ákveðin stúlka, (rétt nafn fylgdi eins og vera ber) ófeimin við að láta skoðanir þínar í Ijós, skýr og skelegg. Stundum leetur þú vaða á súðum og brýtur málin ekki til mergjar. Þér virðist fremur ósýnt um að vanda þig. . .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.