Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 6

Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 6
Fatahönnun Sæl, kæra Æska! Mig langar mikið til að verða fata- hönnuður. í hvaða skólum eða á hvaða námskeiðum er fatahönnun kennd? M.J. Svar: Fatahönnun verður að lcera er- lendis. Flestir hafa farið til Dan- merkur en nokkrir til Frakklands og Bandaríkjanna. Kennt er bœði á menntaskóla- og háskólastigi. Þeir sem tekið hafa stúdentspróf hér og setjast síðan í nám á menntaskóla- stigi ytra munu geta fengið nám sitt metið að því leyti sem saman fer og sloppið við stcerðfrceðinám til að mynda. Hérlendis hefur verið efnt til námskeiða í fatahönnun og hug- myndir eru um að setja á fót skóla. Námið tekur tvö til fjögur ár. í Iðnskólanum í Reykjavík er kennd fatatcekni. Það er þriggja ára nám. Kveðskapur og kveðjur Hæ, kæra Æska! Þökk fyrir skemmtileg blöð. Hvernig líst ykkur á að birta fyrri- part vísu og lesendur botni? Má senda kveðjur til krakka? Ætlið þið að halda áfram með mynd mánaðarins? Getið þið birt fleiri ljóð eftir Mar- gréti Jónsdóttur? Hún yrkir svo falleg og skemmtileg ljóð. Kristín Jóhannesdóttir, Mýrarseli 6, Reykjavík. Svar: Ágcet hugmynd virðist vera að vísu botnið þið. . . En. . . Vísu botna vel og snjallt vandi reynast kann. Því hefur verið beint til okkar áður að birta fyrriparta sem lesend- ur geti glímt við að botna. Við höf- um hikað af því að okkur hefur fundist að við yrðum jafnframt að leiðbeina þeim vel og vandlega sem vildu reyna að fullgera vísu eftir réttum bragreglum. Um það hafa verið skrifaðar bcekur og má nefna Bragfrceði eftir Sveinbjöm Sigur- jónsson. Hér verðum við að láta ticegja að nefna nokkrar meginregl- ur - en frá þeim eru ýmsar undan- tekningar: Endaorðin eiga að ríma - að minnsta kosti í annarri og fjórðu línu ferskeytlu. (Ferskeytla: Vísa sem er fjórar línur) Stundum eru 1. og 2. lína látnar ríma saman, sú 3. og 4. -jafhvel I. og 4. og 2. og 3. - Við vera ríma til að mynda gera, bera, skera. Þetta tekst flestum, sem senda okkur stökur, bœrilega. Jafnmörg atkvœði eiga að vera í 1. og 3. línu - og x 2. og 4. línu. Vísan á að vera stuðluð - með tveim stuðlum í fyrri línu en einum höfuðstaf í þeirri síðari. Með því er átt við að samhljóði skuli koma tvisvar fyrir í fyrri línu (- a.m.k. annar þeirra í áhersluatkvœði) en einu sinni í fýrsta áhersluatkvœði síðari línu. Hér að framan er v sá samhljóði sem stuðlar. í eftirfar- andi vísu em sérhljóðar notaðir til að stuðla fyrripartinn -en nota má hvaða sérhljóða sem er á móti öðr- um: Allt fram streymir endalaust ár og dagar líða nú er komið hrímkalt haust horfin sumarblíða. Þetta em aðeins örfá atriði til leiðbeiningar. Við vitum að þið get- ið ekki tileinkað ykkur réttar að- ferðir við vísnagerð í skyndi - en megum ekki láta vera að segja frá aðalreglunum fýrst við freistuðumst til þess að verða við beiðni um að birta fyrripart. Að lokum: Vísa á að vera um ákveðið efni - ekki má freistast til þess að bulla svo að orðin rimi. . . Við bönnum engum að senda kveðjur en við munum ekki taka upp sérstakan kveðjuþátt og raunar er ekki líklegt að við birtum kveðj- ur. Okkur berst slíkur fjöldi af þeim að birting tœki alltof mikið rými. Hins vegar stœkkum við Æsk- upóstinn annað veifið til að geta birt sem flest skemmtileg bréf um áhugaverð efni. . . Þátturinn Mynd mánaðarins verður ekki í blaðinu á neestuM11 en við birtum verðlaunamyndit samkeppninni Æskumyndir. Við munum birta Ijóð eftir Mar' gréti og mörg önnur góð skáld. -Myndiraf dáðu fólKi^ Kæra Æska! Ég þakka einstaklega vel " veggmyndina af Whitney Houstoin Ég er mikill aðdáandi hennar 0 hljómsveitarinnar Bros. Ég yrð* a ^ ánægð ef þið birtuð veggmynd henni og fróðleiksmola um strákana^ Mig langar að biðja ykkur u® birta myndir af hljómlistarfólkt einni blaðsíðu og auglýsingar eða 01 hvað sh'kt á hinni hliðinni svo * hægt sé að klippa út myndirnar þess að skemma annað efni úr Æs unni um leið. Auður. Svar: ^ Við tókum þetta til greina - a-rr>' að þessu sinni. -Eru þeir kvæntir. . •?' Halló, frábæra Æska! Viltu birta veggspjöld eða ®yn . af Lou Diamond Phillips (R*tc * Valens í myndinni La Bamba) ^0 Patrick Swayze - og heimilisf011® dáendaklúbba þeirra? u Eru þeir kvæntir? Hve gamlir e þeir? Þökk fyrir mjög gott blað. Tinna. Svar: Við sögðum frá Patreki t 1 Við vitum fátt um Lou en Past*a'g fundum við og litmynd er á bU■ L.D.Ph.l La Bamba Informatt° ’ 8335 West Sunset Street Blvd ’ Los Angeles CA90069 - U.S-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.