Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 32
Vinsæll viti
Hæ, halló, Æska!
Ég er þrettán ára og á heima í
Hafnarfirði. Hér er gott félagslíf því
að félagsmiðstöðin Vitinn er í frá-
bæru húsnæði á góðum stað í bænum
og þar er dansað og spjallað saman
löngum stundum.
Hér eru fjórir skólar og í þremur
þeirra er kennt í 7.-9. bekk - Öldu-
túns-, Lækjar- og Víðistaðaskóla.
Engidalsskóli er fyrir 6 -12 ára börn.
Hér er mjög rólegt og oftast betra
veður en í Reykjavík því að hér er
skjólsælla en þar.
Draumaprinsinn minn er ljóshærð-
ur með rauðan blæ í hárinu. Hann
æfir körfubolta og ég held að hann
standi sig vel. Hann er fallega eygð-
ur, skemmtilegur, fyndinn og hefur
fallegt bros.
Að lokum læt ég fylgja eina vísu:
Æskan er gott og gamalt blað
geta því allir lesið það -
ungir sem aldnir og allt þar á milli
þó að í linsur og gleraugu grilli.
S.Þ.
Spakar kýr!
Hæ, hæ, ágæta Æska!
Getið þið birt viðtal við og vegg-
mynd af Stuðkompaníinu og Stefáni
Hilmarssyni?
Ég sendi þér líka brandara:
Tvær kýr voru úti í haga. Önnur
þeirra sagði spaklega:
„Mu u u.“
Pá sagði hin:
„Ég ætlaði einmitt að segja það
sama!“
E.B.E., Blönduósi.
-Madonna og sálfræði-
Hæ, hæ, frábæri Æskupóstur!
Mig langar til að spyrja nokkurra
spurninga:
1. Hvað heitir vinsælasta lag Ma-
donnu?
2. Eruð þið hættir að birta plötu-
dóma?
3. Er hægt að læra sálfræði í bréfa-
skóla?
Einn á Austurlandi.
Svar:
1. Erfitt er að gefa óyggjandi svar
en það gœti verið fyrsta lag hennar,
Like a Virgin, eða lagið La isla
Bonita.
2. Nei, þeir eru meðal efnis í
Poppþœttinum, annað veifið.
3. Ekki enn þá, en e.t.v. verður
það síðar.
--------Húsavík-------------
er ágætur bær. . .
Kæra Æska!
Við erum tvær stöllur frá Húsavík
og ætlum að segja ykkur dálítið um
staðinn. Húsavík er ágætur bær nema
hvað félagslífið snertir. (Það er graut-
fúlt) Hér eru aldrei diskótek nema í
skólanum á veturna, frá 8-10.
Þetta er samt fínn bær. Við höfum
nóg að gera, iðkum íþróttir af kappi -
og er „þrælað út“ við að gæta barna.
Okkur finnst Æskan mjög gott
blað en í því mætti vera meira frá
Norðurlandi.
E.Ó.G. og E.Þ.
—Pennavinaklúbbur —
Hæ, hæ, Æskupóstur!
Af því að ég veit að margir lesend-
ur Æskunnar hafa áhuga á að eignast
pennavini um allan heim datt mér í
hug að segja frá alþjóðlegum penna-
vinaklúbbi sem ég er félagi í- Éað e
I.P.F. í Dyflinni á írlandi.
Klúbburinn var stofnaður 1967 og1
honum eru nú yfir 191.000 félagar 3
öllum aldri, eða 10-90 ára, og W °
um ríkjum heims nema Afgan'stan’
Albaníu, Laos, Mongólíu, Tíbet’
Víetnam og Kampútseu. Þjónusta11
er greið, góð og ódýr. Þegar ég ger
ist félagi fyrr á þessu ári þurfti ég a
eins að greiða 200 krónur fyrif s ra
yfir 16 pennavini.
Ef þið skrifið til
International Pen Friends,
P.O. Box 340, Dublin 12, Ireland’
fáið þið sent eyðublað til að fyUa n
ásamt upplýsingum um verð °- '
Munið að láta alþjóðlegt svarfríiner 1
fylgja með. Greiða má með íslenskuin
peningum. Félögum er gefinn kos
á að kaupa blað sem klúbburinn ge
ur út á ensku og heitir „People a
Places“ (Fólk og staðir)
að lokum má geta þess að ráðge
er að þeir félagar sem áhuga hafa
komi saman í Dyflinni sumarið 19'
Búist er við að þangað komi um 50
manns. ,
Ég skora á alla pennaglaða Iesetl
ur Æskunnar að gerast félagar. Þetta
er örugg leið til að eignast góða vlD1
og fyrir safnara að skiptast a
merkjum, límmiðum, póstkortum>
veggmyndum og ótal mörgu öðru-
E.s.: Geturðu lesið úr skriftinni?
Anna.
Svar:
Við þökkum þér fyrir upplýsinS0^
ar. Við teljum að þú sért frarnto s
söm stúlka, fróðleiksfús, greind0^
vandvirk, fremur glaðlynd og PJ
að kynnast fólki, vinsœl af félögan1•
Öll verðum við að muna að aog
skal höfð í nœrveru sálar. . ■
Rétt er að geta þess hér að &
margir biðja okkur um að lesa ^
skrift að við verðum að hcetta
lýsa því hvað við ráðum úr hennt.
—Blað fyrir alla!
Kæra Æska! ^
Þakka fyrir tímaritið sem e§ ^
sent reglulega. í þessum mánuði itt
ég greiða áskriftina og bið ýóur
senda mér blaðið áfram. Ég er
ánægður með það. Það er
skemmtilegt og spennandi.
Vinsamlegast,
T. Thomelli, Köln.