Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 32

Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 32
Vinsæll viti Hæ, halló, Æska! Ég er þrettán ára og á heima í Hafnarfirði. Hér er gott félagslíf því að félagsmiðstöðin Vitinn er í frá- bæru húsnæði á góðum stað í bænum og þar er dansað og spjallað saman löngum stundum. Hér eru fjórir skólar og í þremur þeirra er kennt í 7.-9. bekk - Öldu- túns-, Lækjar- og Víðistaðaskóla. Engidalsskóli er fyrir 6 -12 ára börn. Hér er mjög rólegt og oftast betra veður en í Reykjavík því að hér er skjólsælla en þar. Draumaprinsinn minn er ljóshærð- ur með rauðan blæ í hárinu. Hann æfir körfubolta og ég held að hann standi sig vel. Hann er fallega eygð- ur, skemmtilegur, fyndinn og hefur fallegt bros. Að lokum læt ég fylgja eina vísu: Æskan er gott og gamalt blað geta því allir lesið það - ungir sem aldnir og allt þar á milli þó að í linsur og gleraugu grilli. S.Þ. Spakar kýr! Hæ, hæ, ágæta Æska! Getið þið birt viðtal við og vegg- mynd af Stuðkompaníinu og Stefáni Hilmarssyni? Ég sendi þér líka brandara: Tvær kýr voru úti í haga. Önnur þeirra sagði spaklega: „Mu u u.“ Pá sagði hin: „Ég ætlaði einmitt að segja það sama!“ E.B.E., Blönduósi. -Madonna og sálfræði- Hæ, hæ, frábæri Æskupóstur! Mig langar til að spyrja nokkurra spurninga: 1. Hvað heitir vinsælasta lag Ma- donnu? 2. Eruð þið hættir að birta plötu- dóma? 3. Er hægt að læra sálfræði í bréfa- skóla? Einn á Austurlandi. Svar: 1. Erfitt er að gefa óyggjandi svar en það gœti verið fyrsta lag hennar, Like a Virgin, eða lagið La isla Bonita. 2. Nei, þeir eru meðal efnis í Poppþœttinum, annað veifið. 3. Ekki enn þá, en e.t.v. verður það síðar. --------Húsavík------------- er ágætur bær. . . Kæra Æska! Við erum tvær stöllur frá Húsavík og ætlum að segja ykkur dálítið um staðinn. Húsavík er ágætur bær nema hvað félagslífið snertir. (Það er graut- fúlt) Hér eru aldrei diskótek nema í skólanum á veturna, frá 8-10. Þetta er samt fínn bær. Við höfum nóg að gera, iðkum íþróttir af kappi - og er „þrælað út“ við að gæta barna. Okkur finnst Æskan mjög gott blað en í því mætti vera meira frá Norðurlandi. E.Ó.G. og E.Þ. —Pennavinaklúbbur — Hæ, hæ, Æskupóstur! Af því að ég veit að margir lesend- ur Æskunnar hafa áhuga á að eignast pennavini um allan heim datt mér í hug að segja frá alþjóðlegum penna- vinaklúbbi sem ég er félagi í- Éað e I.P.F. í Dyflinni á írlandi. Klúbburinn var stofnaður 1967 og1 honum eru nú yfir 191.000 félagar 3 öllum aldri, eða 10-90 ára, og W ° um ríkjum heims nema Afgan'stan’ Albaníu, Laos, Mongólíu, Tíbet’ Víetnam og Kampútseu. Þjónusta11 er greið, góð og ódýr. Þegar ég ger ist félagi fyrr á þessu ári þurfti ég a eins að greiða 200 krónur fyrif s ra yfir 16 pennavini. Ef þið skrifið til International Pen Friends, P.O. Box 340, Dublin 12, Ireland’ fáið þið sent eyðublað til að fyUa n ásamt upplýsingum um verð °- ' Munið að láta alþjóðlegt svarfríiner 1 fylgja með. Greiða má með íslenskuin peningum. Félögum er gefinn kos á að kaupa blað sem klúbburinn ge ur út á ensku og heitir „People a Places“ (Fólk og staðir) að lokum má geta þess að ráðge er að þeir félagar sem áhuga hafa komi saman í Dyflinni sumarið 19' Búist er við að þangað komi um 50 manns. , Ég skora á alla pennaglaða Iesetl ur Æskunnar að gerast félagar. Þetta er örugg leið til að eignast góða vlD1 og fyrir safnara að skiptast a merkjum, límmiðum, póstkortum> veggmyndum og ótal mörgu öðru- E.s.: Geturðu lesið úr skriftinni? Anna. Svar: Við þökkum þér fyrir upplýsinS0^ ar. Við teljum að þú sért frarnto s söm stúlka, fróðleiksfús, greind0^ vandvirk, fremur glaðlynd og PJ að kynnast fólki, vinsœl af félögan1• Öll verðum við að muna að aog skal höfð í nœrveru sálar. . ■ Rétt er að geta þess hér að & margir biðja okkur um að lesa ^ skrift að við verðum að hcetta lýsa því hvað við ráðum úr hennt. —Blað fyrir alla! Kæra Æska! ^ Þakka fyrir tímaritið sem e§ ^ sent reglulega. í þessum mánuði itt ég greiða áskriftina og bið ýóur senda mér blaðið áfram. Ég er ánægður með það. Það er skemmtilegt og spennandi. Vinsamlegast, T. Thomelli, Köln.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.