Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 39

Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 39
úr Vestmannaeyjum - 5. fl. B. ’’ andsliðið“ vann 2-1 í góðum leik. ag°nnum kom saman um að ekki þyrfti ^Vlða landsleikjum framtíðarinnar - svo heldur fram sem horfir hjá þessum nattspyrnumönnum. knö uisir eru orðnir afar leiknir með °ttinn þó að ungir séu að árum. Guð- l^nndur Sævarsson, leikmaður með FH, 1 knettinum oftast uppi án þess að ^lssa hann á jörðina - 1265 sinnum! Það storkostlegur árangur. Heimsmethaf- u 1 knatttækni, Englendingurinn 0 ert Walters, má augljóslega fara að vara sig. • ^tðin áttust við í fleiru en aðalkeppn- ntti. Haldið var innanhússmót og léku . °S Víkingar úr Reykjavík til úrslita - P® t A og B lið! í keppni A-liða sigraði ~ en Víkingar unnu B-keppnina. boðhlaupi sigraði lið Víkings með ®sibrag en Fylkir varð í öðru sæti. arið var í bátsferð kringum eyjarnar, v^nar grillveislur, íþróttahátíð, kvöld- ttur og á lokahófi voru verðlaun af- hent. fjölb. var sannarlega margt um að vera í oreyttri dagskrá - og mótshaldið C*nt til sóma er að því stóðu. ■ytidir á Tommamóti, sem hér birt- n ’ tók Ómar Garðarsson ljósmyndari. ert Róbertsson skrifaði ítarlega grein ntótið. Við hana er stuðst í þessari ^mantekt. fé'k^n Valsson’ s,or °9 sterkur strákur úr Val, rriót V'^Urkennin9u sem öesf/ vamarmaður éin S'ns' l~lann var v°i henni kominn, var ® °9 kiettur í vörn Vals. 6r ofí erfltt aó le'ka 1 v°rn °9 an Ur i<emst sjaldan upp að marki fram í?^'n9anna- Ég reyni samf alltaf að fara stuJe9ar hornspyrnur eru teknar og skora þá °um mark, “ sagði Kristján. **KANl Jón Arnar Magnússon - Ljósm. Hafsteinn Óskarsson Norðurlandameistari í tugþraut Jón Arnar Magnússon náði þeim frábæra árangri á Norðurlandameistaramóti unglinga í fjölþraut snemma í sumar að sigra í tugþrautarkeppni í flokki 19-20 ára. Hann hlaut 6.975 stig. Jón Arnar hefur keppt í nokkur ár en ekki helgað sig frjálsum íþróttum - hefur lítið æft að segja má og notið takmarkaðrar leiðsagn- ar. „Jú, ég ætla að snúa mér að þessu í al- vöru og æfa vel í vetur,“ sagði Jón Arnar þegar við hringdum til hans á vinnustað við Búrfellsvirkjun. „Ég verð í Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Selfossi og fæ tilsögn hjá Þráni Hafsteinssyni, mjög góðum þjálfara.“ Jón Arnar er frá Hamratungu í Gnúp- verjahreppi í Árnessýslu. Hann keppir fyrir Héraðssambandið Skarphéðin, HSK. 100 m hlaup og langstökk eru að- algreinar hans en á innanhéraðsmótum hefur hann oft keppt í fleiri greinum. Þetta er annað árið sem hann reynir sig í tugþraut - einni erfiðustu grein frjálsra íþrótta. Keppt er í tíu greinum á tveimur dögum og stig eru gefín eftir árangri í hverri grein. Sá vinnur sem hlýtur flest stig samanlagt. Jón Arnar keppti í tugþraut á heims- meistaramóti unglinga sem fram fór í Kanada í lok júlí í sumar. Hann var sjötti af 25 keppendum þegar þremur greinum var ólokið en meiddist í stang- arstökki, brákaðist á olnboga, og varð að hætta keppni. Árangur Jóns Arnars í einstökum greinum á Norðurlandameistaramótinu var þessi: 100 m hlaup 10.81 sek. - langstökk 6.91 m kúluvarp 12.31 m - hástökk 1.91 m 400 m hl. 50.83 sek. - kringlukast 37.28 m 110 m grindahlaup 16.24 sek. - stangarstökk 4.00 m - spjótkast 54.58 m 1500 m hlaup 4.58.9 mín. Jón Arnar er landsliðsmaður í sprett- hlaupum og langstökki, bæði í flokki unglinga og fullorðinna. Þegar blaðið berst ykkur hefur hann væntanlega tekið þátt í þeim greinum á Norðurlanda- meistaramóti unglinga og í landskeppni íslands og Lúxemborgar. Fanney Sigurðardóttir Efnilegur grindahlaupari Fanney Sigurðardóttir, 16 ára Breið- hyltingur, hefur stundað íþróttir frá barnæsku. Hún keppti einkum í sprett- hlaupum og langstökki og setti íslands- met í langstökki í telpnaflokki (13-14 ára), 5.55 m. Það er mjög góður árangur svo ungrar stúlku. Að undanförnu hefur hún einbeitt sér að grindahlaupi og stað- ið sig mjög vel. Hún varð önnur á kvennameistaramótinu í vetur og sigraði með yfírburðum á Meistaramóti íslands í flokki 15-18 ára. Hún hljóp þá 100 m grindahlaup á 15.4 sek. í mótvindi. Grindahlaup er erfið grein. Þar reynir á hraða, stökkkraft og leikni. Mikilvægt er að beita réttri tækni eins og sagt er á íþróttamáli. Fanney er í Ármanni og æfir með fremur fámennum hópi félaga en þeir hafa náð góðum árangri. Þjálfari þeirra er Stefán Jóhannsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.