Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 39
úr Vestmannaeyjum - 5. fl. B.
’’ andsliðið“ vann 2-1 í góðum leik.
ag°nnum kom saman um að ekki þyrfti
^Vlða landsleikjum framtíðarinnar -
svo heldur fram sem horfir hjá þessum
nattspyrnumönnum.
knö
uisir eru orðnir afar leiknir með
°ttinn þó að ungir séu að árum. Guð-
l^nndur Sævarsson, leikmaður með FH,
1 knettinum oftast uppi án þess að
^lssa hann á jörðina - 1265 sinnum! Það
storkostlegur árangur. Heimsmethaf-
u 1 knatttækni, Englendingurinn
0 ert Walters, má augljóslega fara að
vara
sig.
• ^tðin áttust við í fleiru en aðalkeppn-
ntti. Haldið var innanhússmót og léku
. °S Víkingar úr Reykjavík til úrslita -
P® t A og B lið! í keppni A-liða sigraði
~ en Víkingar unnu B-keppnina.
boðhlaupi sigraði lið Víkings með
®sibrag en Fylkir varð í öðru sæti.
arið var í bátsferð kringum eyjarnar,
v^nar grillveislur, íþróttahátíð, kvöld-
ttur og á lokahófi voru verðlaun af-
hent.
fjölb.
var sannarlega margt um að vera í
oreyttri dagskrá - og mótshaldið
C*nt til sóma er að því stóðu.
■ytidir á Tommamóti, sem hér birt-
n ’ tók Ómar Garðarsson ljósmyndari.
ert Róbertsson skrifaði ítarlega grein
ntótið. Við hana er stuðst í þessari
^mantekt.
fé'k^n Valsson’ s,or °9 sterkur strákur úr Val,
rriót V'^Urkennin9u sem öesf/ vamarmaður
éin S'ns' l~lann var v°i henni kominn, var
® °9 kiettur í vörn Vals.
6r ofí erfltt aó le'ka 1 v°rn °9
an Ur i<emst sjaldan upp að marki
fram í?^'n9anna- Ég reyni samf alltaf að fara
stuJe9ar hornspyrnur eru teknar og skora þá
°um mark, “ sagði Kristján.
**KANl
Jón Arnar Magnússon
- Ljósm. Hafsteinn Óskarsson
Norðurlandameistari
í tugþraut
Jón Arnar Magnússon náði þeim frábæra
árangri á Norðurlandameistaramóti
unglinga í fjölþraut snemma í sumar að
sigra í tugþrautarkeppni í flokki 19-20
ára. Hann hlaut 6.975 stig. Jón Arnar
hefur keppt í nokkur ár en ekki helgað
sig frjálsum íþróttum - hefur lítið æft að
segja má og notið takmarkaðrar leiðsagn-
ar.
„Jú, ég ætla að snúa mér að þessu í al-
vöru og æfa vel í vetur,“ sagði Jón Arnar
þegar við hringdum til hans á vinnustað
við Búrfellsvirkjun. „Ég verð í Fjöl-
brautaskóla Suðurlands á Selfossi og fæ
tilsögn hjá Þráni Hafsteinssyni, mjög
góðum þjálfara.“
Jón Arnar er frá Hamratungu í Gnúp-
verjahreppi í Árnessýslu. Hann keppir
fyrir Héraðssambandið Skarphéðin,
HSK. 100 m hlaup og langstökk eru að-
algreinar hans en á innanhéraðsmótum
hefur hann oft keppt í fleiri greinum.
Þetta er annað árið sem hann reynir sig í
tugþraut - einni erfiðustu grein frjálsra
íþrótta. Keppt er í tíu greinum á tveimur
dögum og stig eru gefín eftir árangri í
hverri grein. Sá vinnur sem hlýtur flest
stig samanlagt.
Jón Arnar keppti í tugþraut á heims-
meistaramóti unglinga sem fram fór í
Kanada í lok júlí í sumar. Hann var
sjötti af 25 keppendum þegar þremur
greinum var ólokið en meiddist í stang-
arstökki, brákaðist á olnboga, og varð að
hætta keppni.
Árangur Jóns Arnars í einstökum
greinum á Norðurlandameistaramótinu
var þessi:
100 m hlaup 10.81 sek. - langstökk 6.91 m
kúluvarp 12.31 m - hástökk 1.91 m
400 m hl. 50.83 sek. - kringlukast 37.28 m
110 m grindahlaup 16.24 sek. -
stangarstökk 4.00 m - spjótkast 54.58 m
1500 m hlaup 4.58.9 mín.
Jón Arnar er landsliðsmaður í sprett-
hlaupum og langstökki, bæði í flokki
unglinga og fullorðinna. Þegar blaðið
berst ykkur hefur hann væntanlega tekið
þátt í þeim greinum á Norðurlanda-
meistaramóti unglinga og í landskeppni
íslands og Lúxemborgar.
Fanney Sigurðardóttir
Efnilegur grindahlaupari
Fanney Sigurðardóttir, 16 ára Breið-
hyltingur, hefur stundað íþróttir frá
barnæsku. Hún keppti einkum í sprett-
hlaupum og langstökki og setti íslands-
met í langstökki í telpnaflokki (13-14
ára), 5.55 m. Það er mjög góður árangur
svo ungrar stúlku. Að undanförnu hefur
hún einbeitt sér að grindahlaupi og stað-
ið sig mjög vel. Hún varð önnur á
kvennameistaramótinu í vetur og sigraði
með yfírburðum á Meistaramóti íslands í
flokki 15-18 ára. Hún hljóp þá 100 m
grindahlaup á 15.4 sek. í mótvindi.
Grindahlaup er erfið grein. Þar reynir
á hraða, stökkkraft og leikni. Mikilvægt
er að beita réttri tækni eins og sagt er á
íþróttamáli.
Fanney er í Ármanni og æfir með
fremur fámennum hópi félaga en þeir
hafa náð góðum árangri. Þjálfari þeirra
er Stefán Jóhannsson.