Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 49
dansins
Ír lst síðan svífa lárétt um stund - án þess
® hækka eða lækka „flugið“ - þar til
n »lendir“ mjúklega á sviðinu án þess
^ fipast. Ef þið skoðið hverja mynd af
narri kemur í ljós hve hreyfíngar dans-
,eJ)arinnar eru hnitmiðaðar; eða finnst
in ^nn svífa fallega á miðmynd-
Á teiknimyndinni er sýnt hvers vegna
áhorfanda virðist dansarinn svífa lárétt í
óbreyttri hæð frá sviðinu. Þrjár stellingar
í stökkinu eru teiknaðar. Takið sérstak-
lega eftir brotalínunum tveimur. Önnur
snertir hvirfil dansarans, en hin liggur
nálægt mittinu. Á „mittislínunni“ er
merktur þyngdarpunktur listamannsins.
Þið sjáið að þyngdarpunkturinn færist
örh'tið til í líkamanum en það gerist um
leið og dansarinn hreyfir fótleggi eða
handleggi í svifi sínu. En einmitt þetta
gerir honum kleift að halda höfðinu um
stund á láréttri hreyfingu þótt neðri
brotalínan, sem táknar hreyfingu þyngd-
arpunktsins, myndi svonefndan fleyg-
boga.
Dansarinn virðist sem sé fljóta eða
svífa áfram enda vekur listbragð þetta
óskerta aðdáun áhorfenda. Á fagmáli
balletsins heitir þetta stökk „grand jeté“
en margs kyns aðrar hreyfingar hafa ver-
ið kannaðar með tilliti til aflfræðilegra
lögmála. Hér hefur lauslega verið sagt
frá einu dæmi.
Það er sannfæring þeirra fræðimanna
sem fást við athuganir af þessu tagi að
kennarar í listdansi muni notfæra sér
niðurstöður þeirra æ meir. Þá hafa þeir
ekki eingöngu í huga greiningu á hreyf-
ingum í klassískum balletdansi heldur í
hstdansi almennt - ekki síst í nýjum,
byltingarkenndum bálleldönsum nútímans.
Þeir eru vissir um að börn og unglingar
verði móttækileg fyrir slíkum aðferðum í
listdansnámi hvort sem ætlunin yrði að
leggja listdans fyrir sig eða ekki. Þannig
gætu vísindalegar aðferðir stutt listina -
eins og raunar mjög víða. (Gætuð þið
nefnt fleiri dæmi um slíkt?)
Við látum nú staðar numið. Þó langar
mig í lokin að nefna að hreyfmg lík-
amans - raunar bæði manna og dýra - er
hugðarefni margra vísindamanna og
listamanna. Margar bækur eru skrifaðar
frá ólíkustu sjónarhornum. Hversdags-
legt fyrirbæri á borð við hreyfingu er
þannig óþrjótandi uppsprettulind heila-
brota og athafna. Látbragð, íþróttir,
dans, tákn, siðir, listir, framkvæmdir,
vísindi og jafnvel heilsa manna - allt
tengist þetta hreyfingu líkamans með
einhverjum athyglisverðum hætti.
Það fer því vel á því að ljúka með
svohljóðandi heilræði: Takið eftir því
sem talið er „hversdagslegt“ og reynið að
komast að raun um hvort það er ekki þó
nokkuð merkilegt þrátt fyrir allt. Lítið í
kringum ykkur, veltið fyrir ykkur því
sem vekur furðu ykkar og reynið að
svara sjálf- áður en þið leitið til annarra!
Góða skemmtun!