Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 49

Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 49
dansins Ír lst síðan svífa lárétt um stund - án þess ® hækka eða lækka „flugið“ - þar til n »lendir“ mjúklega á sviðinu án þess ^ fipast. Ef þið skoðið hverja mynd af narri kemur í ljós hve hreyfíngar dans- ,eJ)arinnar eru hnitmiðaðar; eða finnst in ^nn svífa fallega á miðmynd- Á teiknimyndinni er sýnt hvers vegna áhorfanda virðist dansarinn svífa lárétt í óbreyttri hæð frá sviðinu. Þrjár stellingar í stökkinu eru teiknaðar. Takið sérstak- lega eftir brotalínunum tveimur. Önnur snertir hvirfil dansarans, en hin liggur nálægt mittinu. Á „mittislínunni“ er merktur þyngdarpunktur listamannsins. Þið sjáið að þyngdarpunkturinn færist örh'tið til í líkamanum en það gerist um leið og dansarinn hreyfir fótleggi eða handleggi í svifi sínu. En einmitt þetta gerir honum kleift að halda höfðinu um stund á láréttri hreyfingu þótt neðri brotalínan, sem táknar hreyfingu þyngd- arpunktsins, myndi svonefndan fleyg- boga. Dansarinn virðist sem sé fljóta eða svífa áfram enda vekur listbragð þetta óskerta aðdáun áhorfenda. Á fagmáli balletsins heitir þetta stökk „grand jeté“ en margs kyns aðrar hreyfingar hafa ver- ið kannaðar með tilliti til aflfræðilegra lögmála. Hér hefur lauslega verið sagt frá einu dæmi. Það er sannfæring þeirra fræðimanna sem fást við athuganir af þessu tagi að kennarar í listdansi muni notfæra sér niðurstöður þeirra æ meir. Þá hafa þeir ekki eingöngu í huga greiningu á hreyf- ingum í klassískum balletdansi heldur í hstdansi almennt - ekki síst í nýjum, byltingarkenndum bálleldönsum nútímans. Þeir eru vissir um að börn og unglingar verði móttækileg fyrir slíkum aðferðum í listdansnámi hvort sem ætlunin yrði að leggja listdans fyrir sig eða ekki. Þannig gætu vísindalegar aðferðir stutt listina - eins og raunar mjög víða. (Gætuð þið nefnt fleiri dæmi um slíkt?) Við látum nú staðar numið. Þó langar mig í lokin að nefna að hreyfmg lík- amans - raunar bæði manna og dýra - er hugðarefni margra vísindamanna og listamanna. Margar bækur eru skrifaðar frá ólíkustu sjónarhornum. Hversdags- legt fyrirbæri á borð við hreyfingu er þannig óþrjótandi uppsprettulind heila- brota og athafna. Látbragð, íþróttir, dans, tákn, siðir, listir, framkvæmdir, vísindi og jafnvel heilsa manna - allt tengist þetta hreyfingu líkamans með einhverjum athyglisverðum hætti. Það fer því vel á því að ljúka með svohljóðandi heilræði: Takið eftir því sem talið er „hversdagslegt“ og reynið að komast að raun um hvort það er ekki þó nokkuð merkilegt þrátt fyrir allt. Lítið í kringum ykkur, veltið fyrir ykkur því sem vekur furðu ykkar og reynið að svara sjálf- áður en þið leitið til annarra! Góða skemmtun!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.