Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 12

Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 12
Draugahúsið Krakkarnir í Krílagötu í Krílagötu stóð gamalt hús. Það var í stórum garði með mörgum trjám og runnum. í þessu húsi bjó enginn en samt var það fullt af dóti. Þess vegna kölluðu krakkarnir það draugahúsið. Þau hafa aldrei komið inn en oft klifrað upp á þak. Einn góðan veðurdag flutti fólkið í burtu og kom ekki aftur til að eiga þar heima. Konan sem áttið húsið hét Nikkólína. Hún kom einstaka sinnum og sótti eitthvað. En hún stoppaði aldrei lengi. - Af hverju býrðu ekki í húsinu? spurði Elli einu sinni þegar Nikkólína kom í heimsókn. - Ég ætla að selja, sagði konan. Veistu um einhvern sem vill kaupa hús? Elli svaraði engu. Hann vissi um einn sem vildu kaupa. Það var hann sjálfur. Hann dauðlangaði í draugahúsið. Elli hafði heyrt að í kjallaranum væri flársjóður. En hann átti bara enga peninga. Hann fór til Viggu. - Áttu peninga? spurði hann. Nikkólína sagðist ætla að selja draugahúsið. - Við verðum að eiga hús þegar við erum gift, hélt Elli áfram. Þetta fannst Viggu heillaráð. Hún sótti bankabókina sína sem mamma hennar geymdi niðri í skúffu. - Ég á 365 krónur, sagði hún. - Fínt, sagði Elli. - Við tökum þær. Svo sel ég geislabyssuna, Hímen-höllina og Hímen-karlana mína. Þá hljótum við að eiga nóg! -Mikið ertu góður, sagði Vigga. Ætlarðu að selja allt dótið þitt? - Iss, ég má hvort sem er ekkert vera að því að leika mér þegar ég er farinn að búa, sagði Elli. - Förum og kíkjum á húsið! sagði Vigga. Svo þrömmuðu þau af stað. En Nikkólína stoppaði aldrei lengi og nú var hún farin aftur. Þau gengu í kringum húsið, börðu og lömdu. En allt var harðlæst. í garðinum var mikil óreiða. Tré og runnar uxu út um allt og blómabeðin voru á kafi í grasi. í garðinum var gamall gosbrunnur. Hann var falinn í grasinu. Þar settust krakkarnir niður og horfðu á gamla húsið. Það var að koma kvöld og farið að rökkva. - Húsið er ferlega ljótt og lélegt, sagði Vigga alvarleg. - Við verðum að mála, sagði Elli spekingslega. Ég fæ gamla málningu hjá pabba- Hann á afgang frá því í fyrra þegar hann málaði húsið okkar- - Garðurinn er flottur. Eins og í sögunni af Þyrnirós, sagði Vigga dreymin. - Við verðum að skoða húsið. annars getum við ekki keypt Þaö’ Elli stóð ákveðinn upp. - Kjallaraglugginn er opinn. Við kíkjum inn! - Já, sagði Vigga. Kannski finnum við fjársjóðinn. Þau tróðu sér í gegnum pínulítinn glugga og komu inn í dimman kjallara- - Það væri kannski betra að hafa geislabyssuna með, sagði Elli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.