Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 23

Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 23
Á fórnum vegi QunnlaU9.°? á AKureyr* ^Úrþáttur hefur nú göngu sína. Við °K.um tali börn og unglinga sem tð hittum á förnum vegi — og SrrxeUum mynd af þeim. Við stefn- að því að hitta þannig að máli rakka um allt land. Alltaf er . ^tta á því að í blöðum, sem unn- Ellen eru á höfuðborgarsvæðinu og afa fámennt staifslið, sé meira JaUað um það sem gerist þar um °ðir en annars staðar á landinu. lð viljum reyna að víkka sjón- eUdarhring okkar og lesenda með Pessum þætti. Að þessu sinni er aan aðeins á einni síðu en í na?stu tölublöðum helgum við hon- Urn meira rými. Stundum er Ijósmyndarinn einn aferð — þá hringjum við til þeirra ^771 hann hittir og tekur mynd Gunnlaug Hinriksdóttir var á gangi 11111 Akureyri með blaðatöskuna sína Pegar Heimi ljósmyndara bar þar að. ,°num fannst tilvalið að taka mynd af j-'num úr hópi blaðbera - en við blað- Urð starfa margir krakkar. ”Eg ber Morgunblaðið til fólks við u°kkrar götur,“ sagði Gunnlaug. „Það gengur vel. Ég byrjaði í sumar. Blaðið Crtlur til mín um tíuleytið á morgnana °S þá þarf ég að hraða mér með það til askrifenda.“ ^Unnlaug er 11 ára, verður 12 í des- entber. Hún á heima að Steinahlíð 5A á kureyri og er í Glerárskóla. Henni líkar Vc^.1 skólanum og segir að stærðfræði sé tirlaetis námsgrein sín. hefur haft fleira fyrir stafni í SlUnar. Hún gætti um tíma eins árs r$nku sinnar, Katrínar. ^Unnlaug á þrjá bræður, tveir þeirra eru 16 ára en sá þriðji þriggja ára. >>Það er ágætt að eiga bara bræður. Kkur kemur vel saman,“ segir hún ^egar ég forvitnast um hvernig henni líki Vera eina stúlkan í systkinahópnum. ^unnlaug segir að skauta- og skíða- Gunnlaug Hinriksdóttir - Ljósm.: HÓ ferðir séu helsta áhugamál sitt. Hún fari með vinum sínum á skíði í Hlíðarfjalli ofan við bæinn og renni sér á skautum á Þórsvellinum. (Hér má geta þess að í Hlíðarfjalli er ljómandi góð aðstaða til að stunda skíða- íþróttir. Þangað er aðeins 10-15 mínútna akstur úr bænum og fjöldi fólks notar sér þetta ágæta svæði. Akureyringar hafa líka löngum reimað á sig skauta í stilltu frostveðri og svifið um á Pollinum, innsta hluta Eyjafjarðar, eða á völlum sem vatni hefur verið sprautað á. Nú hefur verið útbúið ágætt svæði þar sem vélfrysta má svell og hægt er að una löngum stundum á skautum.) Gunnlaug segir okkur að veður hafi verið ágætt á Akureyri í sumar og stund- um hafi hún fengið sér sundsprett í laug- inni. Hún fór til Reykjavíkur í sumar og hitti þar skyldfólk sitt. Lengst segist hún hafa farið til Keflavíkur. Ætlar að æfa knattspyrnu **KANi Ellen Jónína Sæmundsdóttir er líka ell- efu ára. Hún verður tólf í janúar á næsta ári og er því ári á eftir Gunnlaugu í Gler- árskóla þó að aðeins sé mánuður á milli þeirra. Hún á heima í Steinahlíð 5E. „Ég fæddist á Akureyri en fluttist til Raufarhafnar með foreldrum mínum þegar ég var sex mánaða. Ég var þar til Ellen Jónína Sæmundsdóttir - Ljósm. HÓ þriggja ára aldurs og eignaðist góða vin- konu sem ég held alltaf sambandi við. Hún heitir Rakel. Ég heimsæki hana á sumrin og hún mig. Við erum oftast viku hvor hjá annarri. Þá leikum við okkur á hjólaskautum, förum í sund og spjöllum saman. Á milli skrifumst við á. - En bestu vinkonur mínar hér eru Eydís og Sigurbjörg,“ segir Ellen. - Áttu fleiri pennavini? „Já, stelpu sem heitir Jóhanna og á heima í Kópavogi. Ég sá nafn hennar í Barna-DV og skrifaði henni. Það var núna í sumar. Ég hef ekki séð hana - en við höfum skipst á myndum.“ Ellen segist hafa haft það hlutverk í sumar að gæta Sæmundar frænda síns. Hann er átta mánuða - var nýársbarn á Akureyri í vetur, þ.e. fæddist fyrstur barna þar á nýju ári. Hún á þrjú systkini, tvítuga systur, 12 og 18 ára bræður. Sævar heitir sá sem er 12 ára - verður 13 í október. Ellen segir að þau fari oft saman í knattspyrnu á kvöldin, með mörgum öðrum krökkum. Þeim systkinunum komi oft vel saman - en ekki alltaf! „Ég hef áhuga á íþróttum og ætla að æfa fótbolta í vetur með Knattspyrnufé- laginu Þór. Það eru margar stelpur í fót- bolta.“ Hún segir að strákarnir séu alveg sáttir við að þær taki þátt í leiknum með þeim en þeir séu dálítið harðir, ýti oft við stelpunum. Ellen fór til Reykjavíkur í sumar með foreldrum sínum og Sævari - og til Keflavíkur og í Hveragerði. í fyrra fór hún í siglingu með skipinu Sveinborgu frá Siglufirði, (nú Þorsteinn frá Akur- eyri). Pabbi hennar var kokkur á skipinu og fjölskyldan fór til Englands, var þar í fjóra daga, en síðan var siglt til Færeyja. Þaðan flugu þau til íslands. Við óskum viðmælendum okkar góðs gengis. 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.