Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1988, Síða 23

Æskan - 01.07.1988, Síða 23
Á fórnum vegi QunnlaU9.°? á AKureyr* ^Úrþáttur hefur nú göngu sína. Við °K.um tali börn og unglinga sem tð hittum á förnum vegi — og SrrxeUum mynd af þeim. Við stefn- að því að hitta þannig að máli rakka um allt land. Alltaf er . ^tta á því að í blöðum, sem unn- Ellen eru á höfuðborgarsvæðinu og afa fámennt staifslið, sé meira JaUað um það sem gerist þar um °ðir en annars staðar á landinu. lð viljum reyna að víkka sjón- eUdarhring okkar og lesenda með Pessum þætti. Að þessu sinni er aan aðeins á einni síðu en í na?stu tölublöðum helgum við hon- Urn meira rými. Stundum er Ijósmyndarinn einn aferð — þá hringjum við til þeirra ^771 hann hittir og tekur mynd Gunnlaug Hinriksdóttir var á gangi 11111 Akureyri með blaðatöskuna sína Pegar Heimi ljósmyndara bar þar að. ,°num fannst tilvalið að taka mynd af j-'num úr hópi blaðbera - en við blað- Urð starfa margir krakkar. ”Eg ber Morgunblaðið til fólks við u°kkrar götur,“ sagði Gunnlaug. „Það gengur vel. Ég byrjaði í sumar. Blaðið Crtlur til mín um tíuleytið á morgnana °S þá þarf ég að hraða mér með það til askrifenda.“ ^Unnlaug er 11 ára, verður 12 í des- entber. Hún á heima að Steinahlíð 5A á kureyri og er í Glerárskóla. Henni líkar Vc^.1 skólanum og segir að stærðfræði sé tirlaetis námsgrein sín. hefur haft fleira fyrir stafni í SlUnar. Hún gætti um tíma eins árs r$nku sinnar, Katrínar. ^Unnlaug á þrjá bræður, tveir þeirra eru 16 ára en sá þriðji þriggja ára. >>Það er ágætt að eiga bara bræður. Kkur kemur vel saman,“ segir hún ^egar ég forvitnast um hvernig henni líki Vera eina stúlkan í systkinahópnum. ^unnlaug segir að skauta- og skíða- Gunnlaug Hinriksdóttir - Ljósm.: HÓ ferðir séu helsta áhugamál sitt. Hún fari með vinum sínum á skíði í Hlíðarfjalli ofan við bæinn og renni sér á skautum á Þórsvellinum. (Hér má geta þess að í Hlíðarfjalli er ljómandi góð aðstaða til að stunda skíða- íþróttir. Þangað er aðeins 10-15 mínútna akstur úr bænum og fjöldi fólks notar sér þetta ágæta svæði. Akureyringar hafa líka löngum reimað á sig skauta í stilltu frostveðri og svifið um á Pollinum, innsta hluta Eyjafjarðar, eða á völlum sem vatni hefur verið sprautað á. Nú hefur verið útbúið ágætt svæði þar sem vélfrysta má svell og hægt er að una löngum stundum á skautum.) Gunnlaug segir okkur að veður hafi verið ágætt á Akureyri í sumar og stund- um hafi hún fengið sér sundsprett í laug- inni. Hún fór til Reykjavíkur í sumar og hitti þar skyldfólk sitt. Lengst segist hún hafa farið til Keflavíkur. Ætlar að æfa knattspyrnu **KANi Ellen Jónína Sæmundsdóttir er líka ell- efu ára. Hún verður tólf í janúar á næsta ári og er því ári á eftir Gunnlaugu í Gler- árskóla þó að aðeins sé mánuður á milli þeirra. Hún á heima í Steinahlíð 5E. „Ég fæddist á Akureyri en fluttist til Raufarhafnar með foreldrum mínum þegar ég var sex mánaða. Ég var þar til Ellen Jónína Sæmundsdóttir - Ljósm. HÓ þriggja ára aldurs og eignaðist góða vin- konu sem ég held alltaf sambandi við. Hún heitir Rakel. Ég heimsæki hana á sumrin og hún mig. Við erum oftast viku hvor hjá annarri. Þá leikum við okkur á hjólaskautum, förum í sund og spjöllum saman. Á milli skrifumst við á. - En bestu vinkonur mínar hér eru Eydís og Sigurbjörg,“ segir Ellen. - Áttu fleiri pennavini? „Já, stelpu sem heitir Jóhanna og á heima í Kópavogi. Ég sá nafn hennar í Barna-DV og skrifaði henni. Það var núna í sumar. Ég hef ekki séð hana - en við höfum skipst á myndum.“ Ellen segist hafa haft það hlutverk í sumar að gæta Sæmundar frænda síns. Hann er átta mánuða - var nýársbarn á Akureyri í vetur, þ.e. fæddist fyrstur barna þar á nýju ári. Hún á þrjú systkini, tvítuga systur, 12 og 18 ára bræður. Sævar heitir sá sem er 12 ára - verður 13 í október. Ellen segir að þau fari oft saman í knattspyrnu á kvöldin, með mörgum öðrum krökkum. Þeim systkinunum komi oft vel saman - en ekki alltaf! „Ég hef áhuga á íþróttum og ætla að æfa fótbolta í vetur með Knattspyrnufé- laginu Þór. Það eru margar stelpur í fót- bolta.“ Hún segir að strákarnir séu alveg sáttir við að þær taki þátt í leiknum með þeim en þeir séu dálítið harðir, ýti oft við stelpunum. Ellen fór til Reykjavíkur í sumar með foreldrum sínum og Sævari - og til Keflavíkur og í Hveragerði. í fyrra fór hún í siglingu með skipinu Sveinborgu frá Siglufirði, (nú Þorsteinn frá Akur- eyri). Pabbi hennar var kokkur á skipinu og fjölskyldan fór til Englands, var þar í fjóra daga, en síðan var siglt til Færeyja. Þaðan flugu þau til íslands. Við óskum viðmælendum okkar góðs gengis. 123

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.