Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 34
----Vandamál. . .
Sæl og blessuð, kæra Æska!
Draumaprinsinn minn er grannur,
dökkhærður með „strípur“. Hann er
í 8. bekk, góður í knattspyrnu og
„æðislega“ sætur og skemmtilegur.
Ég er óskaplega ástfangin.
Er hægt að lengja Æskupóstinn og
fjalla meira um ýmis vandamál
krakka?
Hvernig fer maður að því að kynn-
ast þeim strákum vel sem maður hef-
ur kannski strítt og þeir strítt á móti?
Nerak.
Æska mín góð!
Ég er ein af þeim afar ástföngnu.
Ég fór í fermingarveislu og sá strák-
inn sem ég er hrifin af. Við töluðum
saman. Hann sparkaði oft í mig og ég
í hann. Síðan brosti hann svo frábær-
lega að mig langaði mest til að kyssa
hann. Hann er oft að stríða mér í
skólanum.
Getur þú hjálpað mér, kæra Æska?
Norðanmœr.
Kæra Æska!
Ég er í mikilli klípu og veit ekki
hvert ég á að snúa mér! Ég er 12 ára
og dauðhrifin af 14 ára strák. Hann er
oft að stríða mér og spyrja hvort ég
vilji byrja með sér (í gríni). Mig
dauðlangar að byrja með honum en
ég þori ekki að spyrja hann. Hvað á
ég að gera?
Ein ástfangin að norðan.
Svör:
Við fáum mörg bréf eins og þessi
þrjú hér að framan. Við getum ekki
svarað þeim öllum enda eru þau
nánast sama efnis. Svarið sem við
gefum hér verða margir að láta sér
ncegja.
Stríðni er oft merki þess að sá sem
henni beitir hafi löngun til frekari
kynna en ekki uppburði í sér til að
hafast annað að. Það er þó engan
veginn algilt. Ef þið viljið kynnast
þeim betur sem ykkur grunar að eins
sé farið um er ráðlegt að seeta fœris
að rœða við hann í einlœgni. Þá er
hœgast að byrja að tala um eitthvað
sem hann hefur áhuga á - og sýna
því áhuga. Verið eðlileg í fram-
komu og reynið að skapa þœgilegt
andrúmsloft. Þá œtti „sá striðni“
sýna sitt rétta andlit og eftir það er
hœgt að ráða í hvort grundvöllur sé
fýrir frekari kynnum.
í mörgum bréfanna, sem við fá-
um, lýsa ungir krakkar áhyggjum
sínum af því að draumaprinsar og
-prinsessur virði þá ekki viðlits. Við
fórum nokkrum orðum um það í 6.
tbl. - og fleira - og vísum til þess.
Þroski er misjafn og við getum ekki
sagt almennum orðum hvenœr ald-
ursmunur sé of mikill milli drengs
og stúlku sem stofna til kynna. En
óceskilegt er að mikill munur sé á
Lesendur snúa sér til okkar með
margs konar vandamál og biðja um
aðstoð við ýmsa hluti. Nœsta bréf er
þó dálítið óvenjulegt:
Æska mín góð!
Ég er að leita að sætum strák sem
heitir Ómar. Ég sá hann í Regnbog-
anum í A-sal laugardaginn 19.3. kl.
17.00. Hann var fótbrotinn. Ég held
að hann sé í Laugalækjar- eða Laug-
arnesskóla. Ég bið Ómar um að
hringja í mig í síma 667216!
Sara Ruth
Enda þótt nœsta vandamál sé erf-
itt viðfangs hljótum við að reyna að
leggja bréfritara lið - en ef til vill af
nokkru alvöruleysi. . .:
Kæra Æska!
Draumaprinsinn minn er með
skærbleikt hár, eitt rautt og eitt gult
auga, nefið er eins og á Mikka mús
og tennurnar skínandi bláar. Hann
klæðist yfirleitt brúnum fötum en
fjólubláum við hátíðleg tækifæri.
Hann er u.þ.b. 2.69 m á hæð og er
feitur á miðvikudögum en mjór alla
aðra daga. Hann hefur mikinn
„sjarma“ og ég veit um margar stelp-
er 15 ára, einu ári eldri en ég-
Hann á heima í Miðjuvallarstig^
húsagerði 1139 og síminn e
491006910.
Ég fer alveg „í kerfi“ þegar i
mæti honum og blána niður í tSr-
vona að hann taki ekki eftir þvl- ,
Það er raunar ekki líklegt þvr ®
aðal-vandamál mitt er að hann te
alls ekki eftir mér!! Hann genSn
bara fram hjá, lítur aldrei á mig- ^
hef reynt að vekja athygli á mér ®
því að lita hárið á mér grænt og k°
í bikiní og fiskistígvélum í skólann
Ég hef líka boðið honum upp a ^a
en hann sagði aðeins: ^
„Ekki núna, vina, ég þar* 3
skreppa á salernið!!“
Það gengur ekkert hjá mér.
Góða
Æska, gefðu mér ráð til að láta h®
taka eftir mér. Þú verður!
Þinn einlægur aðdáandi,
Nóra.
Kœra Nóra!
Við fáum ekki betur séð en i1^ .
sé talandi dcemi um ást sem a‘a
verði endurgoldin. Þú hefur re°
tekið það til bragðs sem við hef°a
vilja ráðleggja þér en draumaPn£s_
inn virðist gjörsamlega óncsmur J>
ir kvenlegum yndisþokka P'nUT'
kímnigáfu og leiftrandi hugmyn
flugi. Hingað til hafa þessir
leikar og hœfileikar kvenfólks aaf
að til þess að fella karlmenn a& >°
um þess. . . •/
Við getum ekki gefið þér raa ^
að vekja ásthrifhingu þessa man
En við bendum þér á að fólk *
hefur verið hafnað svo harka e%,
hefur annað tveggja „gefið fra
þann sem ekki á ástir þess skt
og fundið gleði sína á ný f
mœtari manni, skynsamari og sti
ingsríkari - eða lagst í örvinglan
skáldskap og hafa þá stundum 01’
til ódauðleg Ijóð og önnur ska
verk. Okkur býður í grun að þu f
ir síðari kostinn og samhrygSJu ■
þér og -gleðjumst. Æskunni v
fengur af að birta ritsmíðar þ^’ •
upp af óendurgoldinni ast P
spretta. . .