Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 53

Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 53
fleirtölu- merkir nska hljómsveitin Bros nýtur u núkilla vinsælda. Við höfum u Slu °kkur til í enskum og þýsk- hljómUstarblöðum til að geta óskum lesenda um frá- ,®n af henni. Hljómsveitina r, na tvíburabræðurnir Matthew att) og Luke Goss og Craig °8an. Orðið bros. er í ensku stytting á bróð^ brother sem ■1 0tr= náinn vinur eða félagi, “Ssbróðir. Yfirleitt er punktur ór styttingunni - eða s-ið haft þ"nna og strik undir: BROs. ^annig er nafn hljómsveitarinnar P ótu-umslögum og ýmsu kynn- §arefni. Eðlilegt er að þýða það Cln "Ingsbræður". a .‘^atthew Weston Goss söngv- . 1 °8 Luke Damon Goss ftnmuleikari fæddust 29.sept- er 1968 - og eru því að ná ltugsaldri. Fæðingarstaður t lrra er Lewisham í Suður- ^ttndúnum. Þeir eru 186 sm á fen ’ lióshærðir °g bláeygir. Þeir dust tveimur mánuðum fyrir ag ann og voru því afar smáir, h f*nS Ptmd hvor. Enginn a öi búist við nema einu barni - Pcir ■ •sneru bökum saman og e- re* heyrðist hjartsláttur nema ^ns að talið var - og því var . PPt á naflastrenginn eftir að föð aS Var borinn. Matti segir , Ur sinn einan hafa grunað að ^ 1 væri allt komið til skila. . ann hafi svo skotist inn í heim- ^nj blár, líflítill, með innfallið Q nga- Hann var settur í hitakassa § Par var hann í þrjá mánuði. v ”^ér hefur alltaf líkað vel að era tvíburi,“ segir Matthías, ”Pað er eins og að vera fæddur með fínan titil.“ ^ditas segist hafa haft afar út- ,•310 eytu og hafi sér verið strítt ^Part á því. Fólk hafi þekkt Q nn frá Matta af þessu sérkenni Sa§l: Lúkas er sá með útstæðu aj. Un- Hann fékk meira en nóg stríðninni og gekkst undir urðaðgerð þegar hann var tólf *S«ANi ára. Hún tókst vel og þá fyrst gat hann gengið um stuttklipptur. Með tólf stúlkum á viku! „í skólanum vorum við í keppni um hver gæti boðið flest- um stúlkum út á einni viku. Við stóðum því í ströngu við boðin. Við urðum að vinda okkur að bræður. Hálfu verra varð þó þeg- ar hótunarbréf fóru að berast og lagðist það þungt á Karólínu. Craig William Logan fæddist 22. apríl 1969 í Kirkcaldy, Fife, í Skotlandi. Hann er dökkhærður, með grænbrún augu, 178 sm á hæð. Hann á einn bróður, Grant, sextán ára. Foreldrar hans, Bill og Margrét, fluttu til Lundúna þegar hann var átta ára. næstu stúlku og spyrja án nokk- urs formála: „Viltu fara út með mér?“ Dagstund varð að duga með hverri til þess að nokkrar líkur væru á sigri. Við unnum til skipt- is og einkamet mitt var tólf stúlk- ur á viku,“ segir Lúkas. Hann átti sér þann draum að verða geimfari en gælir ekki við hann lengur - eftir að hann komst að því hve hæfileikaríkir menn verða að vera til að koma til greina í það starf. Foreldrar tvíburanna, Karólína og Matthías, eru skilin fyrir löngu. Stjúpfaðir þeirra heitir Toni og stjúpsystkini Adam og Caz. Drengirnir hafa allir átt heima hjá Karólínu og Tona undanfarið og er móðir þeirra orðin þreytt á setu ungra stúlkna framan við húsið - í bið eftir að sjá þá lags- Craig hafði mestan hug á að verða knattspyrnuhetja en varð afhuga því þegar hann fór að leika á bassagítarinn. Hann flakk- aði á milli hljómsveita og stað- næmdist ekki fyrr en hann kynntist tvíburunum. Hann kveðst aðeins eiga eitt áhugamál auk tónlistarinnar: að sofa. Craig er þó framtakssamastur þeirra félaga og skipuleggur yfir- leitt ferðir þeirra og gerðir - að því leyti sem umboðsmenn þeirra hafa ekki þegar ráðstafað þeim. Matti er sagður rómantískur dagdraumamaður. Hann veltir vöngum yfir öllu milli himins og jarðar: Hvernig aðdáendum, sem eru á vakki utan við hús þeirra og skrifstofu umboðsmanna, líði; hvern mann þeir hafi að geyma sem hann hitti þann daginn; um hvaða efni næsti texti eigi að fjalla og hvaða hljómar séu líklegir til að skapa lagi vinsældir. Hann er bókaormur og hefur yndi af að horfa á kvikmyndir með eftirlæt- isleikara sínum, James Dean. Matti hefur áhuga á leiklist og lét sig aldrei vanta í þá tíma í skóla. „Það kemur mér til góða núna,“ segir hann. „Ég finn aldrei fyrir sviðsskrekk." Lúkas málar í tómstundum. Hann teiknaði merkið sem þeir nota sem einkenni sitt. Framan af ári kváðust Lags- bræður ekki hugsa til kvenna heldur einbeita sér að hljómlist. Matti hefur sagt að hann trúi á hina einu sönnu ást og bíði eftir að hitta þá stúlku sem sig dreymi um. „Hún á að vera alveg einstök - geta farið með mér til tannlæknis og fengið mig til að gleyma sárs- aukanum,“ segir hann. „Það er nóg af laglegum stúlkum í kring- um okkur. Ég gæti valið úr þeim. En fegurð hrekkur skammt, ein sér.“ Nýlega hefur þó söngkonan Shirley Lewis gefið sig fram við fjölmiðla og lýst Lúkasi, kærasta sínum, sem eindæma ástsjúku ungmenni. Hún hefur um það ýmis orð og blöðin gleypa við. Einnig hefur komið fram að Lúkas sé orðinn þreyttur á því friðleysi sem frægðinni fylgir: Menn eru að abbast upp á þá fé- laga og maður nokkur réðst til að mynda að honum og vinkonu hans fyrir stuttu. Hann segist gjarna vilja hvíla sig og helst vera um stund á eyju í Karíbahafi. Ekki er að vita hvað úr verður. Hljómleikaferð um Þýskaland hefur verið skipulögð (í septem- ber) og fylgja þarf eftir útgáfu hljómplatna í ýmsum löndum. Við vonum að strákarnir standi sig. Þeir eru sagðir albindindis- menn og á margan hátt vel gerð- ir. En frægðarferli fylgir ekki allt- af sældarlíf. Það tekur á að koma sér í fremstu röð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.