Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 16

Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 16
^Poppþáttur Poö^hólf/ ÞungaroKKið Kæra Popphólf! Getur þú bent mér á hverjir semja við útlendar hljómsveitir sem hafa spilað hér? Ég ætla að biðja þá um að hafa fleiri hljómleika og aðallega þungarokkhl j ómleika. Kær kveðja, Smári Jósepsson, Patreksfirði. Svar: Það yrði langur listi sem á væru nöfn þeirra sem staðið hafa fyrir hljómleikum erlendra skemmtikrafta hérlendis. En þú gætir byrjað á að hafa samband við Reiðhöllina, Splitt, Grammið, Hollywood og Hótel ís- land. Madonna Halló, Popphólf! Hvert er heimilisfang aðdáenda- klúbbs Madonnu? Á hvaða tungu- máli þarf að skrifa henni? Helga. Svar: Þú skalt skrifa á ensku til: Madonna PO Box 1400, New York NY 10020, U.S.A. Pet 5hop Boys David Sylvian Hæ, Popphólf! Gætirðu sagt mér eitthvað um David Sylvian. Hann er gasalega sæt- ur. Dagga Sylvian, Vestmannaeyjum. Svar: Don Johnson Kæra Popphólf! . .. Ég myndi gjarnan vilja vita heint' isfang Dons Johnsons. Ein norðlensk. Svar: Don Johnson Club DJ PO Box 1863, Encino, California 91426, U.S.A WhitesnaKe (Dýrabúðardrengirnir) Kæra Popphólf! Getur þú frætt mig um Pet Shop Boys? Halla. Svar: Tölvupoppararnir Chris Lowe og Neil Tennant hittust eitt sinn í raf- magnsvöruverslun. Þeir tóku tal sam- an og komust að því að músíksmekk- ur þeirra var sá sami, þ.e. þeir hrifust báðir mest af svokölluðu evrópsku tölvudiskói. Þeir fengu ítalska upp- tökustjórann Bobby O til að sjá um upptöku á laginu „Vesturbæjarstúlk- ur“ (West End Girls). Það náði feiki- vinsældum í Frakklandi. Þá var allt lagt undir til að sigra afganginn af hinum vestræna léttpoppmarkaði. Það tókst með lögunum „It’s A Sin“ og „Always On My Mind“. Davíð Sylvian stofnaði hljómsveit- ina Japan í Englandi fyrir 14 árum. í upphafi var Japan frekar ómerkileg glansrokksveit í anda New York Dolls, Kiss og Alice Coopers. í ár- anna rás færði Japan sig yfir í nýróm- antíska diskó-tölvupoppið og endaði loks feril sinn fyrir nokkrum árum sem metnaðarfull og leitandi tækni- poppsveit undir áhrifum frá Brian Eno. Nokkru áður en Japan hætti var Davíð Sylvían kominn með annan fótinn yfir í japanska popp- og þjóð- lagamúsík. Til viðbótar fer ekki á milli mála að Davíð hlustar æ nánar á söngstíl Bryans Ferrys og Davíðs Bowies. Áhugi Davíðs Sylvians á austurlenskri músík og samvinna hans við austurlenska músíkanta (Sakamoto, Sandii & The Sunsetz, Masami Tsuchiya o.fl.) hefur tryggt plötum hans meiri ferskleika en síð- ustu plötum söngstílsfyrirmyndanna. Kæra Popphólf! - Vilt þú birta upplýsingar u Whitesnake, veggmynd af þeim límmiða? Gerða. Svar: ■dale> 37 ára drengur, Davíð Cover frá Yorkshire (Jórvíkur-skíri) á . landi stofnaði Whitesnake (Hvltsna -t fyrir 10 árum. Þá hafði hljómsU ^ hans, Deep Purple, hætt skömmu . ur. Með Whitesnake hefur p sungið svipað þungarokk og gerði með Deep Purple. I - , komst gamalt Whitesnake-lag> » a I Go Again", ofarlega á vinsaelda á Islandi eftir að hafa verið sett á 1 lenda safnplötu. Ef margir biðja límmiða og veggmynd af Whitea^ er líklegt að orðið verði við P bón. .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.