Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 8

Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 8
Viðtal: Karl Helgason Myndir: Heimir öskarsson "^höfumAfy lífleð'' Þeir eru norðlenskir, Jrjörugir, spaug- samir, glaðbeittir og galvaskir; ejtirsótt- ir til laujlétts leiks Jyrir dansi; dáðir aj draumlyndum meyjum og mörgum Jleiri; sigurvegarar í Músíktilraunum 1987; tilþrija-tónlistarmenn: Strákarn- ir í Stuðkompaníinu. „Nei, við vorum ekki að stæla Stuð- menn - eða reyna að ná vinsældum út á nafn þeirra,“ svarar Karl Örvarsson þeg- ar ég spyr um ástæðu nafngiftarinnar. „Við höfðum lengi velt fyrir okkur hvað við ættum að skíra hljómsveitina, eina þrjá mánuði. Ég var einhvern tíma að versla í söluskála þegar hugmyndinni laust niður. Mér fannst nafnið hentugt og eiga vel við.“ - Hefur Stuðkompaníið einvörðungu slegið á létta strengi, lagt áherslu á fjör og hopp og hí. . .? „Á dansleikjum höfum við leitast við að standa undir nafni, að koma fólki í „stuð“, vera gleðihljómsveit. Það er óhætt að segja að við höfum þótt líflegir á sviði og átt auðvelt með skapa ánægju- leg hughrif. . .! En á nýju plötunni okk- ar - hún kom út í vor - voru ekki ein- ungis stuðlög. Takmark okkar var að leika góða tónhst, ekki einfalt sumar- gleðipopp - og okkur tókst það vel. Við lögðum mikinn tónlistarlegan metnað í gerð plötunnar.“ „Bræðraband" Stuðkompaníinu var komið á laggirnar í apríl 1986. Þá tóku tvennir bræður á Akureyri sig saman, Karl og Atli Örvars- synir og Jón Kjartan og Trausti Már Ingólfssynir og mynduðu hljómsveitina ásamt Magna Friðriki Gunnarssyni. „Magni hefur alltaf staðið á milli tveggja skauta, bræðrabandalaganna. Þegar við höfum rifist hafa bæði bræðra- gengin reynt að fá Magna á sitt band, togast á um hann. Það hefur raunar verið afar shtandi fyrir hann, strákinn, og leg- ið nærri að við tættum hann í sundur, andlega og hkamlega. Allt hefur þó feng- ið farsælan endi. Við höfum líka komist að því, eftir grufl í ættfræðidoðröntum, að Magni er frændi okkar bræðra beggja, allra, eða þannig. Það mun vera skyld- leiki í tólfta lið, jafnvel tíunda!“ Karl Örvarsson segir þetta með undar- legum hátíðleika. Mér heyrist krimta í einhverjum á bak við. . . Og fyrst ég hef þegar sagt það óbein- um orðum er eins gott að játa það strax: Ég var að tala við nafna minn í síma, staddan í Vestmannaeyjum. Við höfðum ætlað að ræða saman í makindum í Reykjavík, þeir hugðust hafa hér við- komu á leiðinni frá Akureyri til Eyja. En ferðaáætlun var skyndilega breytt og þeir fóru hjá með hraði. „Við sáum að við yrðum að æfa dálítið með nýjum trommuleikara - hann hljóp í skarðið fyrir Trausta Má sem flatmagar nú á Sólarströnd (Costa del Sol) á Spáni. Við fengum Sigfús Örn Óttarsson til liðs við okkur, ágætan Akureyring, einn af farsælustu trommuleikurum landsins, margreyndan með fjölda hljómsveita. Hann hefur barið bumbur með Rick- shaw, áður Mannakornum, og er nú í því fræga Rokkabilly-bandi Reykjavík- ur, syngur þar líka bakrödd við góðan róm. . . Já, þess vegna breyttist þetta allt.“ Þannig var það. En við gerum gott u öllu með löngu langlínuspjalli, sV° eins og vinkonur eiga og kemst eng>n° að símanum í marga stundarfjórðung2- (Og þá segja þær stundum við manWnn sinn: „Ég þarf að tala við hana Siggu nokkrar mínútur. Hrærðu í pottinufl1 tuttugu mínútna fresti. . .“ - En þa^ e auðvitað allt annað mál. . .) Margir lesendur Æskunnar höfðu be ið okkur að segja frá Stuðkompannn^ helst í löngu máli og með m°rg myndum. Við bregðumst nú (loksm^ vel við og reynum að lýsa þeim a^'n kvæmlega. Við látum lesendum þ° e . að ráða í lit hárs og augna af myndun ^ - og látum lengd, þyngd og skósts liggja á milli hluta. Karl Örvarsson er 21 árs, söngvarl n j saxófónleikari sveitarinnar. Hann ungur á saxófón, í ein þrjú ár, °g s\ hálft misseri hjá Félagi íslenskra m)°^ listarmanna í Reykjavík. Hann hefur ið það duga. Hann var áður í hljómsV01^ inni Bandalaginu er lék nánast ein ^ innansveitar á Akureyri og í alnæsta grenni. Karl hefur helgað sig tónlistjn ^ undanfarin ár - og að auki fengist 03 við auglýsingagerð. n| Karl segist hafa mestar taugar hljómsveitanna Japans, FIXX, 11 Floyds, Prefats Sprouds og tónhst & mannsins Davíðs Bowies. „Sem ret^nia og skylt því að við erum fæddir a s f/esK»"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.