Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 30

Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 30
Framhaldssaga eftir Guðberg Aðalsteinsson í 6. tbl. var sagtJrá því er reykvíski pilt- urinn íJrystihúsinu kleip Lárus í eyrað Jyrir að vilja ekki Jara erinda hans út í búð - og hejnd Lárusar sem Jyllti skó piltsins aj slori! En Nonna þótti ekki nóg að gert og tróð mold í púströrið á skellinöðru piltsins - með þeim tilætl- aða árangri að hún varð ekki gangsett í það skipti. Strákarnir eru ákveðnir í að Jara ajt- ur að draugaskipinu. Lárus hitti Dísu á Jörnum vegi, sagðist vera búinn að sjá drauginn og ætla ajtur að skipinu um kvöldið. Dísa spurði til hvers og Lárus svaraði: ,Ég ætla að tala við hann. Reyna að Já hann með mér heim svo að ég geti sýnt Hannesi aja hann og öllum hin- um!“ - Það sem þér getur dottið í hug, sagði Dísa og hristi höfuðið. Jæja ég verð að þjóta. Ég er að sendast út í mjólkurbúð. Hún veifaði Lárusi í kveðjuskyni og tók á rás upp Sjávargötuna í áttina að mjólkurbúðinni. Lárus þvældist stefnulaust um þorpið í fyrstu en tók síðan stefnuna upp heið- ina. Þegar hann var kominn að Grænhól beið hann um stund eftir Trygg gamla og gekk síðan efst upp á hólinn og horfði yfir þorpið. Hann sá mömmu Didda þar sem hún var í garðinum heima hjá sér við að planta nýjum blómum meðfram grind- verkinu. Fjöldi fugla var á sveimi yfir frystihúsinu. Lárus fann fyrir undarlegri tilfinningu þarna sem hann stóð uppi á þúfu blettóttri af hvítum fuglaskít. Hon- um fannst hann einhvernveginn svo létt- ur, svo léttur að hann gæti næstum því flogið. Hann sveiflaði handleggjunum fram og aftur, reyndi að líkja eftir hreyf- ingum fuglanna og bjóst allt eins við því að hann tækist á loft. Kannski ég fljúgi eins og einn hring í kringum tunglið, hugsaði hann og brosti í huganum. Tryggur gamli góndi undrandi á hann. Skyndilega fór Lárus að syngja: - Sagt hefur það verið um Suðurnesja- menn. . . Tryggur tók undir sönginn með háu, skerandi spangóli. Nokkrar kindur Utu tortryggnar á svipinn upp úr vænni grastuggu stutt frá hólnum. Um kvöldið voru pylsur með kartöflu- stöppu í matinn og Lárus fékk að háma í sig eins margar pylsur og hann vildi. Hannes afi svaf í sparistólnum í stofunni með ullarteppi yfir fótunum og hraut há- stöfum. Dóra, stóra systir, hældi Lárusi á hvert reipi fyrir frammistöðuna gegn kvalaranum en mamma hans sagði að svona mætti hann ekki haga sér og lét hann vaska upp með Stebba eftir matinn í refsingarskyni. Diddi og Nonni biðu óþolinmóðir á planinu fyrir utan húsið sem söng í roki. Nonni var í kuldaúlpu með loðkraga en Diddi var í gulum bol með Súpermann framan á og í stuttbuxum. Tryggur lá á trétröppunum við dyrnar. Lárus eyddi engum tíma til ónýtis eft- ir að hann var laus úr uppvaskinu. Hann klofaði yfir Trygg og stikaði stórum nið- ur í fjöru. Nú skyldu örlög ráðast. - Bíddu eftir okkur maður, sagði Diddi og þeir tóku á rás á eftir honum. Tryggur síðastur, gjóandi augunum í all- ar áttir. Eftir nokkurra mínútna göngu í graf- arþögn voru þeir komnir upp að drauga- skipinu. Æðarkolla kjagaði niður að flæðarmálinu með unga sína í halarófu á eftir sér. - Sjáiði strákar. Það er einhver upp11 skipinu, sagði Diddi. Og mikið rétt, þarna var eineygjj1 skipstjórinn þrammandi um þilfarl ’ draugalegri en allt draugalegt. Tryggul lagðist ýlfrandi á magann. Nonni renn , niður rennilásnum á úlpunni sinnl óstyrkum höndum. - Hvað ertu með? spurði Lárus forvú mn. Það var einkennilegur glampi í auguin Nonna þegar hann dró fram voldng3 skammbyssu með brúnu tréhandfang1- - Ertu bandvitlaus? Þetta er kinda byssan hans pabba, sagði Diddi æstnt- Ég verð húðflettur. Nonni rétti steinþegjandi fram han legginn og miðaði á drauginn. Handlegg urinn á honum skalf eins og hrísla vindi. Tryggur laumaði sér í burtu sV° lítið bar á. Skothvellurinn glumdi um þorpið °%> splundraði kyrrðinni í þúsund ®°a' Púðurreykur liðaðist upp úr byssuhlanp inu inn í myrkrið. .. En nú gerðist nokkuð sem fékk þa 11 þess að endurskoða draugatrú: Eineyge skipstjórinn stökk niður úr skipinu, m aði eftir þanginu, spratt á fætur og hl)°P eins og óður draugur að litla húsinu P sem Dísa átti heima. Félagarnir hon opinmynntir á eftir honum hverfa mu húsið og skella hurðinni á eftir sér. Eftir stutta stund opnuðust dyrnar nýjan leik og fósturpabbi Dísu kom va andi út með vasaljós. - Hvar eruð þið glæpamennirnir >,lc , ar? kallaði hann æstur og stefndi draugaskipinu. Félagarnir litu hver á annan. Þeim hætt að lítast á blikuna. - - Ég held að við ættum að læðast burtu, hvíslaði Diddi skjálfraddaður- að vaf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.