Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 18

Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 18
„Viljum gæða poppvettvanginn lífi* - segir Björn Qunnlaugsson gítarleiKari Mosa fraenda. „Hljómsveitin Mosi frændi var stofn- uð 13. okt. 1985. Innri þörf ýtti okk- ur út í þetta. Við vildum gæða grá- myglulegt popplíf á íslandi lífi.“ Þannig lýsir Björn Gunnlaugsson, gítarleikari Mosa frænda, tilurð hljómsveitarinnar. Það leið þó á löngu þar til Mosanum tókst ætlunar- verk sitt. „Við komum fyrst fram opinber- lega 5. apríl 1986. Þá hituðum við upp fyrir S-h drauminn og Kukl í MH,“ heldur Björn áfram. Útsetning Mosans á hálfrar aldar gömlu bandarísku þjóðlagi, „Where Have AIl The Flowers Gone?“ eftir hinn áttræða Pétur Seeger, vakti verðskuldaða athygli. Þessi sígilda, vinalega og kassagítarlega ballaða öðl- aðist nýtt og ferskt líf í kraftmikilli tölvurokkútfærslu Mosans. Allar göt- ur síðan hefur Mosinn verið að þróa flutninginn á þessu helsta trompi sínu. Þrjár mismunandi útgáfur af laginu er að finna á tveimur vinsæl- um Mosa-snældum. Fjórða útsetn- ingin verður væntanlega á breiðskífu sem Mosinn hyggst senda á markað fyrir jól. - Hvernig datt Mosanum í hug að máta þennan áhugaverða Sigue Sigue Sputnik-tölvupönkklæðnað á „Hvert er farið blómið blátt?“ lag sem átti sitt blómaskeið löngu áður en liðs- menn Mosans fæddust? „Við þekktum lagið í flutningi Jó- hönnu Baez. Hún flutti það m.a. í Sjónvarpinu hér þegar leiðtogafundur stórveldanna var haldinn ’86. Okkur fannst lagið gott. Við fundum síðan hljómaganginn við það í gamalli „Flower-power“ nótnabók. Við vild- um bæta lagið með útsetningu sem hæfði svo góðu verki. Við fundum síðan að Edda Cochran og SSS-út- setningin féll nákvæmlega að þessu. - Mosinn hefur líka á efnisskrá sinni Bubba-lögin „Rækjureggí“ og „Poppstjörnuna“ með breyttum text- um. Er Mosinn að deila á poppstjörn- una Bubba? „Nei, alls ekki. Við deilum á Sog- bletti, Bleiku bastana og þessar ný- rokksveitir sem héldu að þær gætu steypt Bubba með aðstoð fjölmiðla. Þessar hljómsveitir reyndust auðvitað vera meinleysisgrey. Þær eru búnar að vera núna öfugt við Bubba og Mosa frænda." - Já, það má segja að Mosinn standi eftir með pálmann í höndun- um: Nýbúinn að koma tveimur lög- um - allt að því óvart - í efstu sæti vinsældalista léttpopphljóðvarps- stöðvanna. „Lagið Katla kalda varð til í beinni útsendingu hjá Þorsteini J. Vilhjálmssyni þáverandi plötusnúð á Bylgjunni. Það varð strax allt vit- laust. Áheyrendur kaffærðu stöðina með símhringingum og óskum um að heyra lagið aftur. Lagið flaug svo í 5. sæti á vinsældalista Bylgjunnar og 4. sæti á Rás 2.“ - Lagið „Ástin sigrar(?)“ fylgdi í kjölfar „Kötlu köldu“ og náði svipuð- um árangri á vinsældalistum. Hefur Mosinn fundið uppskrift að vinsælda- Hstaleiðinni? „Við virðumst a.m.k. næmari á vinsældalista en hljómplötuútgefend- ur og útvarpsstjörnur. Steinar Berg sagðist t.d. myndu borða hattinn sinn ef Mosi frændi næði einhvern tímann árangri og við höfum rekist á vegg í „Peningamennirnir í poppinu ast ekki hafa eins góð tök á ntark aðnum og áður. 1984 var Gra» keyrð upp sem eitthvað sem Lausn á Poppþraut Vinningshafar í Poppþraut eru: Guðlaug E. Halldórsdóttir, Hnappa- völlum 1, 785 Fagurhólsmýri, Sigur- lína Bjarnadóttir, Jörundarholti 204, 300 Akranesi og Sesselja Lind Magn- úsdóttir, Vífilsmýrum, 425 Flateyri. Rétt svör við spurningum voru: 1. Björk, Einar Örn, Einar Melax og Sigtryggur voru áður saman í Kukli (Flestir töldu að þau hefðu verið í Tappanum. Þar var aðeins Björk). 2. Valgeir Guðjónsson, Stuðmanna- foringi, var áður í Spilverki þjóð- anna. 3. Stuðmennirnir, Egill, Tómas, Ás- geir og Þórður, eru í Þursaflokknum. 4. Hljómsveitirnar Imperiet og Evrópa eru frá Svíþjóð. 5. Plata ársins 1987 að mati íslenskra plötugagnrýnenda og plötusnúða var „Loftmynd" Megasar. fÆSKA* útvarpsstöðvunum, vegg sem hlust endum stöðvanna tókst reyndar a méla niður.“ - Hvernig lýst svo Mosum á poPP vettvanginn eftir sigrana á vins*loa Ustunum? virð' allir krakkar áttu að dýrka. 1985 var þa Rickshaw. 1986 voru það Greifar»ir' En núna geta krakkarnir skipt ser niður á Jó-jó, Síðan skein sól, Biarli;’ Ara, Sykurmolana o.fl. Það er ág®1 því að þá geta þeir borið saman °S valið og hafnað án einhliða mötunar, segir Björn að lokum og steingluy®11 að hafa Mosann með á listanum >'1 þau poppnúmer sem skipta á millt sin hylli æskunnar um þessar mundir- Til viðbótar má geta þess að MoS1 frændi rekur aðdáendaklúbb og P°nl unarþjónustu í hjáverkun. Póstáritun þeirra er: Aðdáendaklúbbur Mosa frænda, b/t Harðar Agnarssonar, Hvassaleiti 157, 103 Reykjavík, °g: Pöntunarfélag Mosa frænda, Pósthólf 5199, 125 Reykjavík í gegnum þessi fyrirtæki er m°Su legt að eignast snældur Mosans, P^°l una o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.