Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 17

Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 17
Inxs Kæra Popphólf! Hvað heita liðsmenn Inxs og á hvað spila þeir? Hödda. Svar: Mikjáll Hutchence syngur, Farris- bræðurnir, Jón, Andrés og Tim, spila a trommur, hljómborð og gítar, Kirk Pengilly blæs í saxófón og Garry Beers lemur á trommur. U2 Kæra Popphólf! Það væri ofsalega gaman ef þú gæt- *r sagt mér eitthvað um U2. Alla. Svar: U2 var stofnuð sem skólahljóm- sveit í gagnfræðaskólanum Mount Temple (Hofsfjalli) í Dyflinni á ír- landi 1977. Fyrst notuðu þeir Bono, Edge, Adam Clayton og Larry Mull- en reyndar nafnið Feedback og síðan Hype á hljómsveitina áður en þeir skýrðu hana U2 í höfuðið á banda- rískri njósnaflugvél sem Rússar skutu niður. (Merking nafnsins U2 getur verið: t>ú/þið líka og þið tvö/tveir/ tvær (You too og You two) - Sh'kir orðaleikir hafa verið allvinsælir við nafngiftir á hljómsveitum og plöt- tnn). Með framlagi sínu á „Live Aid“-hljómleikunum 1986 og síðan sjöttu plötu sinni, „The Joshua Tree“, 1987 og hljómleikaferð sem fylgdi í kjölfarið tókst U2 að eigna sér titilinn „Vinsælasta rokksveit níunda áratugarins.“ Borgfirsk þungarokks- grein Ágæta Popphólf! Vegna greinar frá þungarokkara í Borgarfirði vil ég upplýsa að fyrsta þungarokkslagið var „You Really Got Me“ með Kinks en síðan kom „Born To Be Wild“ með Steppenwolf. Á hvaða forsendu er Cult sett í hóp með „glans“-sveitunum („glimmer“. . .) Bon Jovi, Europe og Mötley Crue? Það er gaman að vita að Krokus er orðin vinsæl. Hún er að vísu frá Sviss en ekki Svíþjóð. Accept hafa ekki velt Scorpions af velh sem vinsælasta þýska hljómsveitin. Orðið „hard- rokk“ hefur hingað til verið notað yf- ir músík Aerosmith o.þ.h. Að lokum til Popphólfsins: Þýsk- enska blaðið Metal Hammer heitir ekki Heavy Metal Hammer og það vantaði endinguna á orðið „dragged“ hjá þér þegar þú nefndir plötuna „Look What The Cat Dragged In“ með Poison. Þungarokkarinn Þ.J. Svar: Popphólflð þakkar prófarkalestur- inn fyrir sína hönd og þungarokkara í Borgarflrði. Fyrir nokkrum árum tók Poppþátturinn saman nokkra punkta um þungarokkið. Þar kom einmitt fram að „You Really Got Me“ væri talið fyrsta lagið sem telst strangt til tekið byggja á þungarokksútfærslu. Orðið þungarokk („heavy rnetal") var hins vegar fyrst notað hnitmiðað í laginu „Born To Be Wild.“ Harðrokk er heiti á léttari og söng- rænni hluta þungarokksins. Fágun og mýkt ameríska iðnaðarrokksins (báruplastrokksins) má þó ekki vera með í spilinu. Þess vegna getur Bon Jovi talist til harðrokksveita. A.m.k. er hún ekki „glans“ sveit fremur en báruplastssveitin Evrópa. Til að falla undir „glans“ heitið þurfa músíkant- ar að leggja aðaláherslu á útlitið (eins og Poison, Alice Cooper o.fl.). Að auki er músík dæmigerðra „glans“ músíkanta yfirleitt átakaminni og „poppaðri“ (vinsældalistalegri) en músík annarra harðrokkara (viðlagið einfaldara, endurtekið oftar o.s.frv.). Þungarokkari í Borgarfirði lét þess hvergi getið að Accept væri vinsælli en Scorpions. Hann minntist ekki einu sinni á Scorpions í því sam- bandi. Hins vegar benti hann rétti- lega á að Accept væri vel þekkt á al- þjóðavettvangi. VISSIR ÞÚ..? . . . að plata íslensku rokksveitarinn- ar Daisy Hill Puppy Farm hefur selst í rösklega 1000 eintökum í Englandi? Samt hefur hún ekkert verið auglýst þar í landi frekar en hérlendis. Hins vegar gáfu ensku poppblöðin Melody Maker og NME plötunni góð með- mæli. . . . að liðsmenn S-h draumsins hafa ákveðið að hljómsveitin sé að nálgast leiðarlok? Þeir ætla aðeins að halda lífi í hljómsveitinni fram yfir eina plötu og eina hljómleikaferð enn. Þursarnir koma með nýja plötu fyrir jól. . . . að Þursaflokkurinn (skipaður bróðurparti Stuðmanna) hefur hljóð- ritað nýja plötu sem kemur út núna fyrir jól? Þar mun vera um einhvers konar tölvupopp að ræða. . . . að sænska plötufyrirtækið Mistl- ur hyggst gefa út safnplötu með áhugaverðustu íslensku nýrokklögun- um? Að mati Svía eru það lög Oma- mentals, Bubba, Sykurmolanna, S-h draumsins, Megasar o.fl. Sykurmoiarnir hafa selt 6000 plötur á íslandi og 600.000 erlendis. . . . að í vor spáði enska plötufyrir- tækið One Little Indian því að platan „Lífið er of gott“ með Sykurmolun- um myndi seljast í a.m.k. 300.000 eintökum fyrir árslok? Platan hefur þegar selst í helmingi fleiri eintökum og virðist jafnvel ætla að ná milljón eintaka markinu fyrir árslok. . . ,að Bubbi og Megas eru farnir að huga að tvísöngsplötu sem þeir ætla að senda frá sér í nóvember? Megas hefur tvívegis komið fram sem gestur á plötum hjá Bubba en að þessari plötu eiga þeir jafna aðild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.