Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 48

Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 48
Vísindaþáttur llj V 1 i ^ . Umsjón: ÞórJakobsson I n m 1§§ |Ft veðurfræðingur j M J jf CC V ^ í eðlisfræði, sérstaklega í undirgrein hennar sem kallast aflfræði er hreyfmg hluta rannsökuð í smáatriðum. Reynt er að útskýra samspil krafta sem verka á hlutina og valda breytingum á staðsetn- ingu þeirra - eða með öðrum orðum áhrif krafta sem valda því að hlutur hreyfíst. í kennslubókum fyrir byrjendur á þessu sviði eru einföld dæmi svo sem um hreyfingu kubbs sem rennur niður halla eða bratta. En dæmin verða smám saman erfíðari. Hringhreyfing kemur til sög- unnar í sumum dæmanna, tregða sem steitist gegn breytingum á hreyfingunni og margt fleira. Aflfræðinni er beitt á mörgum sviðum náttúruvísinda, t.d. verkfræði og jarðeðl- isfræði. Hreyfing vökva og lofttegunda er mjög mikilvægt verkefni í hafeðlis- fræði og veðurfræði og oft mjög erfitt því að ýmiss konar áhrif flækja dæmið. Á ég þá við áhrif sem valda breytingum á ástandi efnisins, hita, raka o. fl. Það sem nú hefur verið sagt kemur ykkur sjálfsagt ekki spánskt fyrir sjónir (= finnst ykkur ekki skrítið). En senni- lega kemur ykkur á óvart að aflfræði skuli vera notuð við rannsóknir á dansi! Er þá hægt að nota eðlisfræði og stærðfræðilíkingar til að útskýra dans- in hreyfingar? Jú, það er reyndar til dálítið sem nefnt er „eðlisfræði dansins“. Fyrir nokkrum árum kom út bók um þetta efni eftir bandarískan prófessor í eðlis- fræði, Kenneth Laws að nafni. Grein eft- ir hann birtist einnig í tímariti banda- ríska eðlisfræðingafélagsins „Physics today“ (Eðlisfræði á okkar tíð). Þaðan eru myndirnar sem fylgja vísindaþætti Æskunnar að þessu sinni. Prófessorinn greinir frá rannsóknum á jafnvægi og hreyfingum balletdansara þegar þeir leika listir sínar. Hreyfingarn- ar eru greindar sundur í tegundir og krafta, sveiflur og breytingar á þyngdar- punkti dansarans eru ákvarðaðar. Laws prófessor heldur því fram að mikið gagn geti verið að þekkingu á hreyf- ingunum. Enginn skyldi þó ætla að hann svífi algerlega í loftinu og hafi aldrei kynnst ballet af eigin raun því að hann leggur einmitt sjálfur stund á listina. En hvað sem því líður er þessi list- grein nú þegar gömul í hettunni og margir snjallir dansarar og mikilhæfir kennarar hafa lagt stund á dans án þess að grípa til margföldunartöflunnar hvað þá meir. Það er því von að sumir efist um þörf á aflfræðilegum útskýringum á snúningshraða og svifstökkum ballett- dansara. En Laws og skoðanasystkini hans benda á kostina við aukinn skil^ á sjálfum hreyfingunum í allri sinni H breyttu mynd þótt takmarkið sé fa&uf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.