Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 26

Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 26
Sjónvarpsstjarnan Alf heillar áhorfendur um allan heim. Hann er svo einstaklega vinalegur - þó að út- litið sé ekki venjulegt. Það er ekki að furða að hann skeri sig úr fjöldanum - við getum ekki ætlast til þess að íbúar plánetunnar Melmac líti út eins og við! Tommi heitir sá sem „lánar“ Alf rödd sína svo að þýskir sjónvarps- áhorfendur skilji hann. Hann segist meta mest heiðarleika Alfs og hár- beitt - óvægið - skopskyn hans. „Alf er í rauninni mjög ráðvandur - þó að hann svindli stundum. . .“ Alf er umsetinn blaðamönnum sem vilja ólmir ræða við geimálfinn loðna, eftirlæti fólks. Hér á eftir fer nýlegt viðtal við stórstjörnuna - og Alf er afar hreinskilinn eins og vant er! Blm.: Ef þér finnst of persónulega spurt verður þú að segja til. Alf : Ekkert er of persónulegt. Líf mitt er eins og opin bók. Blm.: Er það satt að þú hafi komist sofandi á efsta tind frægðarinnar? Alf : Það er alveg fráleitt! Ég fæ mér að vísu stundum smáblund. . . - Það er kannski ekki nógu sterkt til orða tekið: Mér þykir óhemju gott að sofa. . . Blm.: Heldurðu að þú töfrir konur enn meir eftir að þú varðst frægur? Alf : Konur hafa alltaf dáð mig og flykkst um mig. Ég hygg að það sé ekki síst vegna þess hve feldur minn gljáir. Blm.: Áttir þú vinkonu á Melmac? Alf : Rhondu! (Djúpt andvarp) Blm.: Voruð þið „á föstu“? Alf : Kynni okkar voru allnáin. Blm.: Er venja að heilsa vinkonu á ákveðinn hátt á þínum fornu slóð- um? Alf : Á fyrsta fundi nuddar fólk trýn- um saman. Blm.: Áttir þú heima hjá foreldrum þínum á Melmac? Alf: Já, - og höfðu þeir af því miklar áhyggjur. En svo varð ég sérstakur varðmaður reikistjörnunnar og hún sprakk í loft upp - að því er við telj- um. Við erum ekki alveg viss í okkar sök. Blm.: Hvernig þótti þér að vera Mel- mac-búi? Hvað um stjórnarfar? Alf : Það var dul-lýðveldis, fámælis-, stjórnsemis-fótlaga einveldi. Af til- viljun var konungur vor kvæntur konu að nafni Díana. . . Blm.: Hver var manna hyggnastur á Melmac? Alf: Það var Bob hinn mikli. Rithöf- undur, stjórnskörungur og uppgötv- ari trýniskoddanna og kattakremjar- ans. Því miður lést Bob í þrumu- veðri. Dreki steig ofan á höfuðið á honum. Blm.: Hver er ljúfasta endurminning þín frá bernskudögum? Alf : Þegar farið var að selja mjólk- ursúkkulaði-hristing. Blm.: Hver er besta leiðin til tungls- ins? Alf : Svo ótrúlega vill til að mér er ekki fullkunnugt um það en þangað má eflaust komast eftir stjarnleiðinni 39Z sem þér þekkið, vænti ég . . . Blm.: Verða þér oft á mistök? Alf : Afar sjaldan. En mesta skyssa mín var að henda eggjum á reiki' stjörnuna Zarsus. Fólk, sem hana byggir, hefur alls ekkert skopskyn- Blm.: Fyrir hvað virða vinir þínir þ1? mest? Alf : Aðdáun þeirra mun einkui11 sprottin af því hve ákaflega stórbrot- in persóna ég er. Blm.: En hvað er sagt þér til lasts? Alf : Á bak mér mun nefnt að ég se „billegur“. Blm.: Hvaða ósk áttu þér helsta? Alf : Mér yrði sannarlega mestut fengur í að finna loks íþróttasko 1 réttri stærð! Á þá leið var samtalið og Alf held' ur ímynd sinni sem forhertur en fyndinn og ómótstæðilegur . . • Að lokum skal þess getið að frétttf frá Bandaríkjunum herma að fleirl hafi þekkt Alf á mynd en Dukakis> forsetaefni Demókrataflokksins- Hálfu öðru hundraði manna á kosn- ingaaldri voru sýndar myndir 3 þeim kumpánum. 86 af hundrað1 gátu nefnt Alf með nafni - en 65°/“ vissu nafn mannsins sem ef til V1 verður næsti forseti Bandaríkjanna- Þetta er glöggt dæmi um vinsældir geimálfsins vinar okkar meðal fólks a öllum aldri. . . Þess má vænta að Alf birtist aftur 3 skjánum - en ekki fyrir áramót. • • (KH endursagði lauslega eftír þýska blaðinu Bra vo) ÆSKA*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.