Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1988, Síða 26

Æskan - 01.07.1988, Síða 26
Sjónvarpsstjarnan Alf heillar áhorfendur um allan heim. Hann er svo einstaklega vinalegur - þó að út- litið sé ekki venjulegt. Það er ekki að furða að hann skeri sig úr fjöldanum - við getum ekki ætlast til þess að íbúar plánetunnar Melmac líti út eins og við! Tommi heitir sá sem „lánar“ Alf rödd sína svo að þýskir sjónvarps- áhorfendur skilji hann. Hann segist meta mest heiðarleika Alfs og hár- beitt - óvægið - skopskyn hans. „Alf er í rauninni mjög ráðvandur - þó að hann svindli stundum. . .“ Alf er umsetinn blaðamönnum sem vilja ólmir ræða við geimálfinn loðna, eftirlæti fólks. Hér á eftir fer nýlegt viðtal við stórstjörnuna - og Alf er afar hreinskilinn eins og vant er! Blm.: Ef þér finnst of persónulega spurt verður þú að segja til. Alf : Ekkert er of persónulegt. Líf mitt er eins og opin bók. Blm.: Er það satt að þú hafi komist sofandi á efsta tind frægðarinnar? Alf : Það er alveg fráleitt! Ég fæ mér að vísu stundum smáblund. . . - Það er kannski ekki nógu sterkt til orða tekið: Mér þykir óhemju gott að sofa. . . Blm.: Heldurðu að þú töfrir konur enn meir eftir að þú varðst frægur? Alf : Konur hafa alltaf dáð mig og flykkst um mig. Ég hygg að það sé ekki síst vegna þess hve feldur minn gljáir. Blm.: Áttir þú vinkonu á Melmac? Alf : Rhondu! (Djúpt andvarp) Blm.: Voruð þið „á föstu“? Alf : Kynni okkar voru allnáin. Blm.: Er venja að heilsa vinkonu á ákveðinn hátt á þínum fornu slóð- um? Alf : Á fyrsta fundi nuddar fólk trýn- um saman. Blm.: Áttir þú heima hjá foreldrum þínum á Melmac? Alf: Já, - og höfðu þeir af því miklar áhyggjur. En svo varð ég sérstakur varðmaður reikistjörnunnar og hún sprakk í loft upp - að því er við telj- um. Við erum ekki alveg viss í okkar sök. Blm.: Hvernig þótti þér að vera Mel- mac-búi? Hvað um stjórnarfar? Alf : Það var dul-lýðveldis, fámælis-, stjórnsemis-fótlaga einveldi. Af til- viljun var konungur vor kvæntur konu að nafni Díana. . . Blm.: Hver var manna hyggnastur á Melmac? Alf: Það var Bob hinn mikli. Rithöf- undur, stjórnskörungur og uppgötv- ari trýniskoddanna og kattakremjar- ans. Því miður lést Bob í þrumu- veðri. Dreki steig ofan á höfuðið á honum. Blm.: Hver er ljúfasta endurminning þín frá bernskudögum? Alf : Þegar farið var að selja mjólk- ursúkkulaði-hristing. Blm.: Hver er besta leiðin til tungls- ins? Alf : Svo ótrúlega vill til að mér er ekki fullkunnugt um það en þangað má eflaust komast eftir stjarnleiðinni 39Z sem þér þekkið, vænti ég . . . Blm.: Verða þér oft á mistök? Alf : Afar sjaldan. En mesta skyssa mín var að henda eggjum á reiki' stjörnuna Zarsus. Fólk, sem hana byggir, hefur alls ekkert skopskyn- Blm.: Fyrir hvað virða vinir þínir þ1? mest? Alf : Aðdáun þeirra mun einkui11 sprottin af því hve ákaflega stórbrot- in persóna ég er. Blm.: En hvað er sagt þér til lasts? Alf : Á bak mér mun nefnt að ég se „billegur“. Blm.: Hvaða ósk áttu þér helsta? Alf : Mér yrði sannarlega mestut fengur í að finna loks íþróttasko 1 réttri stærð! Á þá leið var samtalið og Alf held' ur ímynd sinni sem forhertur en fyndinn og ómótstæðilegur . . • Að lokum skal þess getið að frétttf frá Bandaríkjunum herma að fleirl hafi þekkt Alf á mynd en Dukakis> forsetaefni Demókrataflokksins- Hálfu öðru hundraði manna á kosn- ingaaldri voru sýndar myndir 3 þeim kumpánum. 86 af hundrað1 gátu nefnt Alf með nafni - en 65°/“ vissu nafn mannsins sem ef til V1 verður næsti forseti Bandaríkjanna- Þetta er glöggt dæmi um vinsældir geimálfsins vinar okkar meðal fólks a öllum aldri. . . Þess má vænta að Alf birtist aftur 3 skjánum - en ekki fyrir áramót. • • (KH endursagði lauslega eftír þýska blaðinu Bra vo) ÆSKA*

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.