Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 38

Æskan - 01.07.1988, Blaðsíða 38
Ungt afreksfólk_ AlltaJ er ótalmargt að gerast á íþróttasviðinu. Þúsundir Jólks á öllum aldri mætast í keppni í einstaklings- og hópíþróttum - djarjri en drengilegri eins og vera ber. íþróttaiðkun er holl tómstundaiðja og margur býr alla ævi að því að þroskast aj henni. EJ æjingar eru stundaðar vel og dgggilega og keppni háð í sönnum íþrótta-anda uppsker Jólk ríkulega: Heilbrigða sál í hraustum líkama. ' Nú á dögum gerir fólk sér grein fyrir hve mikilvæg hæfileg hreyfing er fyrir heilsu þess. Æ fleiri rækta því líkama sinn á einhvern hátt: í sundi, á skokki, á skíðum - og ýmsan annan máta. Kapp er best með forsjá í þessu sem öðru - þeir sem taka að stunda íþróttir eftir langt hlé - eða hafa aldrei æft að heitið getur - verða að fara varlega af stað og hyggja að leiðbeiningum sem víða má fá; til að mynda hafa dagblöð birt þær ítrekað undanfarið. Heita má að öll börn og unglingar æfi íþróttir í einhverri mynd enda er af nógu að taka - tilsögn er veitt í fjölmörgum greinum í skólum, íþróttafélögum og á mörgum öðrum vettvangi. Hollusta, sem hafa má af því að iðka íþróttir, er að sjálfsögu alls ekki bundin við að taka þátt í keppni - vel má láta sér nægja að etja kappi við sjálfan sig - æfa sig svo vel og leggja það mikið á sig að styrki fólk og stæli. Keppni heldur þó mörgum við efnið og með henni er alltaf eitthvað unnið: Það er ánægjulegt að sigra - og það er hollt að tapa ef því er tekið með réttu hugarfari. Á íslandi er margt afreksfólk - svo margt að það verður seint upp talið. Með því á ég við að allir þeir sem hefja íþróttaæfingar eftir langa kyrrsetu vinni afrek, - að alhr þeir sem bæta árangur sinn dag frá degi á einhvern hátt afreki nokkuð. Afrek er líka erfitt að meta, hvert sé mest: Árangur manns sem sigrar í al- þjóðlegri keppni - eða dugur fatlaðs manns sem tekur að stunda íþróttir af kostgæfni. í þetta sinn segjum við frá nokkrum ungum afreksmönnum er getið hafa sér orð í knattleikjum og frjálsum íþróttum. Knattspyrnufélagið Týr og Tomma- hamborgarar efndu til Tommamóts 1 Vestmannaeyjum fyrstu helgina í fih 1 sumar - í fimmta sinn. í því kepPa knattspyrnumenn í 6. flokki, 10 ára og yngri. Yfir 500 drengir og stúlkur úr hðum háðu þar mikla og skemmtile§a keppni. Færri komust að en vildu, sjö 11 voru á biðlista. í úrslitaleik A-liða bar Fylkir úr Ar bæjarhverfi sigurorð af ÍR úr Breiðholts hverfi í Reykjavík. Um 3. og 4. sseti léhu FH (Fimleikafélag Hafnarfjarðar) Valur úr Reykjavík. Lið FH varð hlut skarpara. Til úrslita í flokki B-liða léku FH °° Völsungur frá Húsavík. Hafnfirðingar sigruðu. Stjarnan í Garðabæ hlaut 3.sseU - hafði betur í viðureign við Fylki eftú vítaspyrnukeppni en leiknum sjálfurn lauk með jafntefli, einu marki gegn einU! Margir snjallir leikmenn vöktu athýg á mótinu. Valið var fyrsta landsliðið i ' aldursflokki og lék það vináttuleik V1 Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður Tommamótsins, er sonur vinsæls og velþekkts knattspyrnumanns. . . Þið getið ykkur til um hann, - landsliðsmanninn, Belgíumeistarann . . . Eiður Smári skoraði 27 mörk! Arnar Þór Viðarsson úr FH var kosinn besti leikmaður mótsins. „Þetta er að sjálfsögðu stórkostleg stund. . . En ég átti ekki von á að fá þessa viðurkenningu. Það voru svo margir sem komu til greina, “ sagði hann eftir verðlaunafhendinguna. Arnar á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana. Hann er sonur Viðars Halldórssonar sem lengi lék með íslenska landsliðinu. Hörður Gylfason, 10 ára KR-ingur, var ki6rin?,a besti markvörður keppninnar. Hann vakti m'k athygli og sýndi oft á tíðum glæsilega markvörslu. „Ég hef leikið í marki frá því að ég byrjaði fyrst að æfa. Afi minn, Hörður Helgason, var. markvörður á ísafirði og þess vegna ákvað 09 vera í þeirri stöðu, “ sagði Hörður. fSSKt*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.