Æskan - 01.07.1988, Side 18
„Viljum gæða poppvettvanginn lífi*
- segir Björn Qunnlaugsson gítarleiKari Mosa fraenda.
„Hljómsveitin Mosi frændi var stofn-
uð 13. okt. 1985. Innri þörf ýtti okk-
ur út í þetta. Við vildum gæða grá-
myglulegt popplíf á íslandi lífi.“
Þannig lýsir Björn Gunnlaugsson,
gítarleikari Mosa frænda, tilurð
hljómsveitarinnar. Það leið þó á
löngu þar til Mosanum tókst ætlunar-
verk sitt.
„Við komum fyrst fram opinber-
lega 5. apríl 1986. Þá hituðum við
upp fyrir S-h drauminn og Kukl í
MH,“ heldur Björn áfram.
Útsetning Mosans á hálfrar aldar
gömlu bandarísku þjóðlagi, „Where
Have AIl The Flowers Gone?“ eftir
hinn áttræða Pétur Seeger, vakti
verðskuldaða athygli. Þessi sígilda,
vinalega og kassagítarlega ballaða öðl-
aðist nýtt og ferskt líf í kraftmikilli
tölvurokkútfærslu Mosans. Allar göt-
ur síðan hefur Mosinn verið að þróa
flutninginn á þessu helsta trompi
sínu. Þrjár mismunandi útgáfur af
laginu er að finna á tveimur vinsæl-
um Mosa-snældum. Fjórða útsetn-
ingin verður væntanlega á breiðskífu
sem Mosinn hyggst senda á markað
fyrir jól.
- Hvernig datt Mosanum í hug að
máta þennan áhugaverða Sigue Sigue
Sputnik-tölvupönkklæðnað á „Hvert
er farið blómið blátt?“ lag sem átti
sitt blómaskeið löngu áður en liðs-
menn Mosans fæddust?
„Við þekktum lagið í flutningi Jó-
hönnu Baez. Hún flutti það m.a. í
Sjónvarpinu hér þegar leiðtogafundur
stórveldanna var haldinn ’86. Okkur
fannst lagið gott. Við fundum síðan
hljómaganginn við það í gamalli
„Flower-power“ nótnabók. Við vild-
um bæta lagið með útsetningu sem
hæfði svo góðu verki. Við fundum
síðan að Edda Cochran og SSS-út-
setningin féll nákvæmlega að þessu.
- Mosinn hefur líka á efnisskrá
sinni Bubba-lögin „Rækjureggí“ og
„Poppstjörnuna“ með breyttum text-
um. Er Mosinn að deila á poppstjörn-
una Bubba?
„Nei, alls ekki. Við deilum á Sog-
bletti, Bleiku bastana og þessar ný-
rokksveitir sem héldu að þær gætu
steypt Bubba með aðstoð fjölmiðla.
Þessar hljómsveitir reyndust auðvitað
vera meinleysisgrey. Þær eru búnar
að vera núna öfugt við Bubba og
Mosa frænda."
- Já, það má segja að Mosinn
standi eftir með pálmann í höndun-
um: Nýbúinn að koma tveimur lög-
um - allt að því óvart - í efstu sæti
vinsældalista léttpopphljóðvarps-
stöðvanna.
„Lagið Katla kalda varð til í
beinni útsendingu hjá Þorsteini J.
Vilhjálmssyni þáverandi plötusnúð á
Bylgjunni. Það varð strax allt vit-
laust. Áheyrendur kaffærðu stöðina
með símhringingum og óskum um að
heyra lagið aftur. Lagið flaug svo í 5.
sæti á vinsældalista Bylgjunnar og 4.
sæti á Rás 2.“
- Lagið „Ástin sigrar(?)“ fylgdi í
kjölfar „Kötlu köldu“ og náði svipuð-
um árangri á vinsældalistum. Hefur
Mosinn fundið uppskrift að vinsælda-
Hstaleiðinni?
„Við virðumst a.m.k. næmari á
vinsældalista en hljómplötuútgefend-
ur og útvarpsstjörnur. Steinar Berg
sagðist t.d. myndu borða hattinn sinn
ef Mosi frændi næði einhvern tímann
árangri og við höfum rekist á vegg í
„Peningamennirnir í poppinu
ast ekki hafa eins góð tök á ntark
aðnum og áður. 1984 var Gra»
keyrð upp sem eitthvað sem
Lausn á Poppþraut
Vinningshafar í Poppþraut eru:
Guðlaug E. Halldórsdóttir, Hnappa-
völlum 1, 785 Fagurhólsmýri, Sigur-
lína Bjarnadóttir, Jörundarholti 204,
300 Akranesi og Sesselja Lind Magn-
úsdóttir, Vífilsmýrum, 425 Flateyri.
Rétt svör við spurningum voru:
1. Björk, Einar Örn, Einar Melax og
Sigtryggur voru áður saman í Kukli
(Flestir töldu að þau hefðu verið í
Tappanum. Þar var aðeins Björk).
2. Valgeir Guðjónsson, Stuðmanna-
foringi, var áður í Spilverki þjóð-
anna.
3. Stuðmennirnir, Egill, Tómas, Ás-
geir og Þórður, eru í Þursaflokknum.
4. Hljómsveitirnar Imperiet og
Evrópa eru frá Svíþjóð.
5. Plata ársins 1987 að mati íslenskra
plötugagnrýnenda og plötusnúða var
„Loftmynd" Megasar.
fÆSKA*
útvarpsstöðvunum, vegg sem hlust
endum stöðvanna tókst reyndar a
méla niður.“
- Hvernig lýst svo Mosum á poPP
vettvanginn eftir sigrana á vins*loa
Ustunum?
virð'
allir
krakkar áttu að dýrka. 1985 var þa
Rickshaw. 1986 voru það Greifar»ir'
En núna geta krakkarnir skipt ser
niður á Jó-jó, Síðan skein sól, Biarli;’
Ara, Sykurmolana o.fl. Það er ág®1
því að þá geta þeir borið saman °S
valið og hafnað án einhliða mötunar,
segir Björn að lokum og steingluy®11
að hafa Mosann með á listanum >'1
þau poppnúmer sem skipta á millt sin
hylli æskunnar um þessar mundir-
Til viðbótar má geta þess að MoS1
frændi rekur aðdáendaklúbb og P°nl
unarþjónustu í hjáverkun. Póstáritun
þeirra er:
Aðdáendaklúbbur Mosa frænda,
b/t Harðar Agnarssonar,
Hvassaleiti 157, 103 Reykjavík,
°g:
Pöntunarfélag Mosa frænda,
Pósthólf 5199, 125 Reykjavík
í gegnum þessi fyrirtæki er m°Su
legt að eignast snældur Mosans, P^°l
una o.fl.