Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1988, Síða 12

Æskan - 01.07.1988, Síða 12
Draugahúsið Krakkarnir í Krílagötu í Krílagötu stóð gamalt hús. Það var í stórum garði með mörgum trjám og runnum. í þessu húsi bjó enginn en samt var það fullt af dóti. Þess vegna kölluðu krakkarnir það draugahúsið. Þau hafa aldrei komið inn en oft klifrað upp á þak. Einn góðan veðurdag flutti fólkið í burtu og kom ekki aftur til að eiga þar heima. Konan sem áttið húsið hét Nikkólína. Hún kom einstaka sinnum og sótti eitthvað. En hún stoppaði aldrei lengi. - Af hverju býrðu ekki í húsinu? spurði Elli einu sinni þegar Nikkólína kom í heimsókn. - Ég ætla að selja, sagði konan. Veistu um einhvern sem vill kaupa hús? Elli svaraði engu. Hann vissi um einn sem vildu kaupa. Það var hann sjálfur. Hann dauðlangaði í draugahúsið. Elli hafði heyrt að í kjallaranum væri flársjóður. En hann átti bara enga peninga. Hann fór til Viggu. - Áttu peninga? spurði hann. Nikkólína sagðist ætla að selja draugahúsið. - Við verðum að eiga hús þegar við erum gift, hélt Elli áfram. Þetta fannst Viggu heillaráð. Hún sótti bankabókina sína sem mamma hennar geymdi niðri í skúffu. - Ég á 365 krónur, sagði hún. - Fínt, sagði Elli. - Við tökum þær. Svo sel ég geislabyssuna, Hímen-höllina og Hímen-karlana mína. Þá hljótum við að eiga nóg! -Mikið ertu góður, sagði Vigga. Ætlarðu að selja allt dótið þitt? - Iss, ég má hvort sem er ekkert vera að því að leika mér þegar ég er farinn að búa, sagði Elli. - Förum og kíkjum á húsið! sagði Vigga. Svo þrömmuðu þau af stað. En Nikkólína stoppaði aldrei lengi og nú var hún farin aftur. Þau gengu í kringum húsið, börðu og lömdu. En allt var harðlæst. í garðinum var mikil óreiða. Tré og runnar uxu út um allt og blómabeðin voru á kafi í grasi. í garðinum var gamall gosbrunnur. Hann var falinn í grasinu. Þar settust krakkarnir niður og horfðu á gamla húsið. Það var að koma kvöld og farið að rökkva. - Húsið er ferlega ljótt og lélegt, sagði Vigga alvarleg. - Við verðum að mála, sagði Elli spekingslega. Ég fæ gamla málningu hjá pabba- Hann á afgang frá því í fyrra þegar hann málaði húsið okkar- - Garðurinn er flottur. Eins og í sögunni af Þyrnirós, sagði Vigga dreymin. - Við verðum að skoða húsið. annars getum við ekki keypt Þaö’ Elli stóð ákveðinn upp. - Kjallaraglugginn er opinn. Við kíkjum inn! - Já, sagði Vigga. Kannski finnum við fjársjóðinn. Þau tróðu sér í gegnum pínulítinn glugga og komu inn í dimman kjallara- - Það væri kannski betra að hafa geislabyssuna með, sagði Elli.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.