Skírnir - 01.04.1917, Blaðsíða 4
114 f>órliallur biskup Bjarnarson.
A friðstóli rikt’ 'ann i hógværðar hjúp,
með liandlægni rýtpkaði klafa,
og bar því dr kirkjunni blóðfórn á djúp
og bálreiði Abrahams Jahva.
Við skinhelgi forna í látbragði laus,
og lögstirfni, er guðsríki smækkar,
í orðum og gjörðum hann kirkjunni kaus
þann kærleik, er deilunum fækkar.
Frá Mekka til Róms og um Móisesfjall
hans mannúð sá, fram og til baka —
um Laótze goðorð og Kristninnar kall
og lcóngsríki Búddha hins spaka.
Hann vildi á gjörvalla sök væri sæzt,
að sól skini mannftð um vanga.
Á hátypta fjallinu menn geta mæzt,
er margskonar einstígi ganga.
Þó mennirnir eigi sér margháttað kall,
og rnörg virðist sinnin og týgin,
í allsherjardepli hið uppdregna fjall
að endingu sameinar stígin.
Að endaðri þrætu um hismi og hjóm
þeim hugnast nú takmarkið sama
lijá Einum, sem skiftist við orðmynda hljónr-
í Alföður, Drottin og Brahma.
Og þeirra er dýrðin, sem hugsa svo hátt:
að hlýju og glódöggum viðri —
að vegirnir mætist í eilífðarátt,
þó einstígin deilist hér niðri.
[Skirnir
c
Og hugmyndin persneska honum ei hvarf
þó liann væri biskup og prestur —