Skírnir - 01.04.1917, Page 12
Nýtízkuborgir.
Frh.
Þýzk fyrir- Eins og fyr er sagt, var það enskur auð-
myndarþorp rnaður og verksmiðjueigandi, sera fyrstur reið
á vaðið og stofnaði fyrirmyndarþorp. Engum
lá þetta nær en ríkum iðnaðarforkólfum. Með þeirri
geysiframför, sem var í iðnaði á síðari helming iiðinnar
aldar, bygðu margir þeirra stóreflis verksmiðjur og þurftu
á verkamönnum að halda í þúsundatali. I stórbæjunum
var landið dýrt og oft erfitt að fá hentugt svæði fyrir
stórbyggingar, en væri bygt i sveit eða smáþorpum skorti
vinnulýð, nema honum væri jafnframt séð fyrir húsum og
helztu nauðsynjum. Nu var það að sjálfsögðu mikilsvarð-
andi mál fyrir verkstniðjueigendur, að verkamenn þeirra
væru hraustir og heilsugóðir og lifðu við sæmilegan hag.
Næst því að gjalda þeim viðunandi kaup var það mest
um vert, að sjá þeim fyrir góðum húsakynnum. Þaðvar
því bæði eigin hagur og umhyggja fyrir velferð al-
mennings, sem kom verksmiðjueigendum til þess að byggja
ógrynni húsa handa verkamönnum sínum eða lána þeim
fé til bygginga, og jafnframt hlutu þeir eða bygginga-
meistarar þeirra að hugsa um, hvcrsu alt skipulag þessara
nýju þorpa gæti orðið bezt óg hentugast. A þennan hátt