Skírnir - 01.04.1917, Page 13
;122
Xýtízkuborgir
[Skirnir
spratt upp fjöldi smáþorpa Cité ouvriére1) við Miilhausení
Elsass, bygðu 12 verksmiðjueigendur húsinnokkru eftir 1840
með ríkisstyrk og seldu verkamönnum þau. 1884 voru
þau rúmt þúsund að tölu en salan hefir haft þau áhrif, að
öll húsin hafa gengið úr eigu verkamanna!
Þó verksmiðjueigendur og félög einstakra manna
bygðu heil þorp og borgahluta víðsvegar um lönd, þá voru
Þjóðverjar hvað fyrstir til þess, eftir T. Salt, að setja fyrir-
myndarsnið á þorp sín. Árið 1873 bygðist námubærinn
Hannover III., 1875 námubærinn Hannover II., 1875 Zeeac-
ker hjá Höchst og úr því fjöldi annara. Áður hafði það
verið venjan, að verksmiðjueigendur reistu vinnuskála
sina í stórbæjunum þar sem nóg var af verkalýð, létu hann
sjá um sig og hola sér niður hvar sem hann gat í fátækl-
ingahibýlum þar. Sumir verksmiðjueigendur tóku nú að
sjá verkamönnum sínum fyrir góðum húsum, byggja verka-
mannahverfi í borgunum eða útjöðrum þeirra, en síðan
komst það lag á, að verksmiðjurnar voru reistar u t a n
bæjanna og verklýðurinn bjó í litlum bæ, út af fyrir sig,
fékk góð húsakynni fyrir tiltölulega lágt verð, nokkurt
land til garðræktar (200—600 □ st.) sem fylgdi húsinu.
Auk þess var séð fyrir ýmsum öðrum þægindum og nauð-
synjum, góðurn skólum, leikvöllum og þvíliku. Húsin og
landið voru eign verksmiðjueigendanna, en leigan svo lág,
að rétt svaraði kostnaði eða varla það, og fór ekki hækk-
andi. Þá var og vandað til alls skipulags margra bæjanna,
séð um að allt liti smekklega út, að hvorki yrði of þétt-
býlt né híbýlaþrengsli inni í húsunum. Alkunnugt er
hollenzka þorpið Agnetapark hjá Deelft fyrir fagurt skipu-
lag. Aftur mun það ekki hafa um þessar mundir vak-
að fyrir neinum, að gera aðra endurbót með bæjum þess-
um en að tryggja góð húsakynni fyrir sanngjarnt verð,
ljós og loftí ríkulegum mæli, en vinnuveitendum
að sjálfsögðu jafnframt nægilegan vinnukraft. Svo mikið
') Conrad: Handw. 'WobnungBtrage bls. 905.