Skírnir - 01.04.1917, Qupperneq 16
‘•Skirnir]
Nýtízkuborgir.
125
bili milli húshliða njóta húsin ágætlega sólar. Sum húsin
•eru þó mun stærri en hér er lýst og lóðir að sama skapi.
Fyrir öllum almenningsþörfum sá Cadbury vandlega.
I þorpinu var bygður ágætur skóli, bókasafn, samkomu-
hús, sem einnig er notað til guðsþjónustu, miklir leikvell-
ir, skrautgarðar o. fl., jafnvel dálítil rannsóknarstöð fyrir
athugun á stjörnum. Gamalmennahæli lét hann hann byggja
og fá verkamenn hans þar ókeypis íbúð í elli sinni. öllu
þessu var skipað með tilliti til þess, að þorpið liti sem
prýðilegast út.
í fyrstu seldi Cadbury landið. Hann sá mönnum
sínum fyrir 2'/2—3% byggingarlánum með vægum afborg-
unum. Síðar hefir hann afhent félagi miklu þorp og land.
Það hætti að selja landið, svo nú fæst það aðeins til leigu
en með sanngjörnum föstum kjörum. Fjöldi annara manna
hefir sezt þar að en verkamenn Cadburys, svo þeir eru nú
ekki fullur helmingur þorpsbúa. Landareign þorpsins er
nú 248 ha eða 7—800 dagsláttur. íbúar voru 1911
um 4000.
Arangurinn. Hver varð svo árangurinn af allri þessari
nýbreytni? Allur búskapurinn bar sig vel
og Cadbury fékk fé sitt skilvíslega aftur. Verkamennirnir
lifðu að sjálfsögðu við miklu betri kjör en fyr og urðu þó
smámsaman húseigendur. Fjármunalega var því ekkert
út á þetta að setja. Aftur höfðu þessi góðu híbýli og all-
ur umbúnaður mikil og góð áhrif á verkalýðinn. Drykkju-
skapur hvarf, efnahagur batnaði stórum, verkamenn kept-
ust hver við annan um að þrífa hús sín og rækta garða
sína. Þeir reyndust ekki lítil búbót og gefur garður hver
uð meðaltali fjölskyldunni kartöflur allar og grænmeti sem
bún þarf með, en auk þess afurðir til sölu sem nema að
meðaltali um 100 kr. virði á ári hverju. Svo vel rækta
þorpsbúar bletti sína, að þrátt fyrir að mikill hluti lands-
ius er óræktaður (hússtæðin, götur, o. fl.), gefur það nú
áttfalt af sér í samanburði við fyr, meðan það lá und-
ir sveitajarðir.