Skírnir - 01.04.1917, Page 17
126
Nýtizkuborgir.
[Skírnir
Ekki skiftir það hvað minstu máli hver áhrif alt þetta
liafði á heilbrigði bæjarbúa. A 5 ára tímabili dóu af
hverjum 1000 íbúum 5.5 í Bournville en 10,2 í Birming-
liam, sem er þó óvenjulega lítill manndauði. — Af hverj-
um 1000 börnum, sem fæddust lifandi, dóu á 1. ári í Bourn-
ville 68, í Birmingham 92. En það var eigi aðeins að
heilbrigði batnaði að miklum mun og færri dæju. B ö r n-
u n u in f ó r m i k 1 u b e t u r f r a m en í verkafólksgöt-
unum í Birmingham (Floodgate Street):
Þ y n g d d r e n g j a (e n s k p u n d).
6 ára 8 ára 10 ára 12 ára
í Bournville 45.0 52.9 61.6 71.8
í Birmingham 39.0 47.8 56.1 63.2
Þegar litið er yfir þáð sem liér liefir verið drepið á,
verður ekki annað sagt, en að hin mikla tilraun Cadburys
hafi tekist ótrúlega vel. Glæsilega fagur varð bærinn
lians, heilnæmur og hentugur. Þó var húsaleigan tiltölu-
lega miklu lægri en í borgunum. Fólkinu leið á allan
hátt betur, ekki sízt uppvaxandi kynslóðinni. Alt bar sig
vel og sveitaakrarnir gáfu áttfalt meira af sér þar sem bær-
inn var bygður en þeir höfðu áður gert!
Port Sunlight. Einn af mestu sápugerðarmönnum heims-
ins er Sir William Lever. Hann stofnaði
sápugerð í Liverpool um 1886, rak hana með dæmafáum
dugnaði og framsýni svo sápa hans seldist bráðlega víðs-
vegar um heim (»Sunlight« sápa).1) Um sama leyti og
Cadbury flutti hann verksmiðjur sínar út fyrir borg-
ina, keypti þar 142 ha. af landi og bygði verksmiðjuþorp
í líku sniði og Bournville fyrir 4—5000 íbúa, sem hann
nefndi Port. Sunlight. Um bæ þennan er flest hið sama
að segja og fyr er sagt um Bournville. Húsin eru álíka
stór, fyrirkomulag þeirra svipað og skipulag bæjarins áþekt,
þó sumt sé frábrugðið. Húsin eru flest sambygð, 4—8
saman, forgarðar við framhlið húsanna og litlir umgirtir
garðar að húsabaki en bak við leigugarðar, sem leigðir
eru með vægu verði til matjurta og blómaræktar. Það
0 Siðar varð verksmiðjan hlutaféi.: Lever Bros. Lmt.