Skírnir - 01.04.1917, Page 23
Skírnir]
Nýtízkuborgir.
13t
eins og geislar í allar áttir. í yzta hringnum, útjaðri
bæjarins, var verksmiðjum ætlað pláss, en í insta hringn-
um helztu búðunura. Umhverfis bæinn, sem Howard hugs-
aði sér kringlóttan, skyldi lögð járnbraut, svo verksmiðj-
urnar ættu sem hægast með allan flutning. Margt var
víðsýnt, hagkvæmt og fagurt í skipulagi Howards (þar er
t. d. séð fyrir hentugu plássi handa öllum opinberum
byggingum: kirkjum, skólum o. s frv.), en ekki hefir það
þó í heild sinni þótt allskostar framkvæmanlegt, enda
gerði hann ráð fyrir, að því yrði hvervetna brej’tt eftir
því sem landslag og aðrar ástæður krefðu.
Howard gerði ráð fyrir því, að stór félög keyptu heil-
ar sveitir í þessu augnamiði og létu æfða byggingafræð-
inga ráða skipulagi, en aðalatriðunum þó haldið: að land-
ið væri almennings eign, stærð borgarinnar takmörkuð,
húsin bjrgð sem einföldust, en þó smekkleg, og umfram
alt heilnæm. Þá gerði hann ráð fyrir, að hver fjölskylda
hefði sitt hús fyrir sig og að því fylgdi vænn garðblett-
ur, sem bæði gæti trygt það, að ekki yrði ot' þétt bygt,
að húsin nytu lofts og sólskins og gæfi auk þess nokkuð
í aðra hönd. Howard sýndi fram á það með ítarlegum
reikningum og áætlunum, að slikar borgabyggingar myndu
ekki aðeins bera sig vel, þó alt féð væri tekið til láns,
heldur hlytu þær að verða óvenjulega vel stæðar, er öll
leigan af landinu og verðhækkun þess yrði félagsins eign.
Þær tekjur myndu bráðlega nægja til allra
útgjalda bæjanna,1) auk þess sem þær borguðu vexti og
afborganir.
Leiehworth. Svo þótti flestum, er rituðu um bók Howards,
að liér væri um loftkastala eina að ræða, en
allir könnuðust þó við, að hinar nákvæmu áætianir lians
um tekjur og gjöld slíks fyrirtækis væru vandlega gerðar
og erfitt móti þeim að mæla. Howard sjálfum var ekkert
’) Áður hatði Th. Fritsch, þýzknr maður, ritað góða bók:
nl1 r a m t í ð a r b o r g i r“ um líkt efni og Howard. Þó bók þessi værr
að ýmsu leyti ágæt, hafði hún lítil áhrif.
9*