Skírnir - 01.04.1917, Page 24
132
Nýtizkuborgir.
[Skirnir
fjær skapi en að telja tillögur sínar óframkvæmanlegan
loftkastala og vann kappsamlega að því, að reynt yrði að
stofna slíka borg. Nú voru ekki allfáir góðir menn, sem
féllust á skoðanir hans. Gerðu þessir menn félag sín á
milli og unnu kappsamlega að því i riti og ræðu, að til-
raun yrði gerð til þess með eina tilraunaborg. í fyrstu
var félagið fáment og nefndist »The Garden City Associ-
ation* (sveitaborgafélagið) en 1902 voru meðlimir þess
orðnir 1300 og höfðu dregið saman 3—400,000 kr. hluta-
fé, til þess að koma á fót einum bæ í líku sniði og Howard
hafði stungið upp á. Félagið tók þegar til starfa og
keypti land all-langt fyrir norðan Lundúni, en 1903 var
félagið aukið stórum, svo fjármagnið varð 300,000 £ og
nefndist það nú »Tbe First Garden City Co. Lmt. Hluta-
félag þetta gerði ráð fyrir því, að fyrirtækið bæri sig vel,
en ákveðið var að gróði hluthafa mætti ekki fara fram
úr 5 % á ári. Alt sem þar yrði fram yfir skyldi ganga
til nauðsynja borgarinnar.
Hú var tekið að vinna kappsamlega að borgarsmíð-
inni, að byggja sveitaborgiha Leichworth. Byggingafræð-
ingum var gefið tækifæri til þess að keppa um skipulag-
ið og sköruðu uppdrættir og áætlanir Berry Parkers og
Baymond Unwins fram úr öllum öðrum. Þeim var svo
falið að gera fullnaðarskipulag. Landið, sem félagið átti,
var 1545 ha. að stærð (eða sem svarar heimalandi vænnar
jarðar í góðum ísl. sveitum) og hafði kostað rúmar 5 mil-
jónir króna (286.474 £), en nokkuð af lélegum hús-
um vóru með í kaupinu. Af landi þessu var þriðjungur
ætlaður til bæjarstæðis, hinir 2/3 til jarðræktar, og lá land
það að sjálfsögðu umhverfis bæjarstæðið. Bæjarstæðinu
var síðan skift í verksmiðjuhverfi og aðalbæinn. Dálítil
skógi vaxin hæð lá á milli verksmiðjuhverfisins og bæjar-
arins. Nú voru götur gerðar eftir öllum listarinnar regl-
um, vatnsveita, skólpveita, rafmagns og gasveita. Hent-
ngir staðir voru ákveðnir fyrir allar opinberar byggingar
og '/e bæjarstæðisins var ætlaður fyrir leikvelli, lystigarða
o. þ. u. 1. — Alt skólp og áburðarefni þess (kamramykju)