Skírnir - 01.04.1917, Blaðsíða 26
131
Nýtizkuborgir.
[Skírnír
engum neitt gefið. Má það telja víst, að félagið sem borg-
ina stofnaði fái alt fé sitt aftur með góðum skilum og að
svo fari sem Howard spáði, að hagur þorpsins verði hinn
glæsilegasti er fram líða tímar.
Sveitaborga- Það var víðar en á Englandi sem fyrir-
hreyfingin. myndarþorpin vöktu eftirtekt, bók Howards
og stofnun Leichworths. Hreyfing þessi barst
eins og eldur í sinu um öll siðuð lönd það heita mætti.
Árið 1902 stofnuðu þjóðverjar »Þýzka sveitaborgafélagið«,
sem síðan hefir unnið að því, að koma á fót sveitaborg-
um. Er það skemst yfir sögu að fara, að eftir því sem
F. Biel byggingafræðing telst til voru sveitaborgir og svip-
aðir fyrirmyndarbæir ekki færri en 148 árið 1913.') Eru
þá talin með ýms fyrirmyndarþorp, sum í útjöðrum stór-
borga (suburbs), sem bygð eru í líku sniði og sveitaborg-
ir, þó ekki sé landið almenningseign. Má á þessu sjá hve
öflug hreyfing þessi er. Eftir 1905 má heita að margar
foorgir hafi verið stofnsettar á ári hverju, en auðvitað eru
flestar smáþorp ein enn sem komið er. I þýzku þorpun-
um einum bjuggu árið 1913 yfir 100 000 manna. Meikast
þeirra tnun vera Hellerau hjá Dresden, fagurt fyrirmynd-
arþorp með öllu eftir nýjustu tízku. Því fer þó fjarri, að
hvervetna liafi verið fylgt öllum tillögum Eb. Howards.
Sértaklega hefir það víða þótt ótiltækilegt, að landið væri
almenningseign og mjög er það dregið í vafa, að sveita-
borgum verði sett svo þröng takmörk (30,000 íbúa) sem
HoAvard retlaðist til, jafnvel vafasamt að vöxtur þeirra
verði takmarkaður, og er hér þó um tvö meginatriði
að ræða.
Þó hér sé ekki rúm til þess að lýsa þýzku sveita-
þorpunum og fyrirmyndarþorpunum, þá sýnast þau ekki
standa að baki ensku bæjunum. í ýmsnm atriðum virð-
ist jafnvel skipulag þeirra fult svo hentugt. Húsin eru
') F. Biel'. Wirtschaftliche u. technische Gesichtspnnkte zur Garten-
etadtbowegung.