Skírnir - 01.04.1917, Side 27
tSkírnir]
Nýtizkuborgir.
135
víðast sambygð, einföld en smekkleg. Má fá nokkra hug-
mynd um þetta af 7. og 8. mynd. Kjallari er venjulega
<undir húsum og herbergjaskipun líkari því sem hér tíðk-
ast en í ensku bæjunum. Húsin eru ein- eða tvílyft, flest
■öll handa einni fjölskyldu. Ýmsir þýzkir auðmenn
hafa látið sér mjög ant um að sjá verkamönnum sínum
áyrir góðum húsum, og bygt mörg fyrirmyndarþorp í því
:skyni, t. d. Krupp, hinn mikli fallbyssusmiður í Essen .
7. mynd. Nokkur lifis 1 sveitaborginni Hiittenau.
Ekki getur það komið hér til mála, að lýsa nánar ein-
■stökum bæjum af öllum þessum fjölda, en drepa má á ör-
fá atriði, sem séstaklega eru eftirtektaverð fyrir oss ís-
lendinga. Þau lúta aðallega að skipulagi bæja, sem er
mjög áfátt hjá oss, þó bæjir vorir séu sem óðast að vaxa.
Vér ættum að geta margt lært af því, sem fróðustu menn
í nágrannalöndunum hafa fundið og framkvæmt.
Stórhysi. — Smáhysi. Erlendis heflr það víða gengið svo,
að stóru marglyftu húsin hafa verið
talin framför og jafnvel eru þess dæmi, að smábær hefir
'b a n n a ð að byggja hús lægra en þrílyft. Þykir þetta
bæði stórbæjarlegra og hagkvæmt að því leyti, að götur,
vatnspípur o. fl. verði styttri og ódýrari, stóru húsin talin
auk þess ódýrari en smáhýsi. Sömu skoðanir hafa komið
^ram í Reykjavík og fengið góðan byr. Er þar nú stefnt
af því, ag pyggja all-stór hús sambygð og marglyft, jafn-
Vel með svo þröngum húsgörðum, að sólar getur ekki