Skírnir - 01.04.1917, Síða 30
Skirnir]
Nýtízkuborgir.
13T'
gömlu borganna með marglyftu búsunum, þar sem það er
mest, er aftur það að segja, að allir kannast við, að það
sé algerlega óhæfilegt og háski fyrir heilbrigði manna. —
Aðalatriðið er þetta, að með smáhýsum og sæmilega stór-
um lóðum við hvert hús, má byggja svo þétt, sem
yfirleitt er gerlegt í borgum án þess að
stórtjón hljótist af.
Ovænt mun það koma mörgum, að litlu húsin skuli
ekki vera dýrari en stóru húsin. Um þetta verður þó
tæpast deilt, þvi livervetna er húsaleigan lægri í einbýlis-
húsaborgum eða að minsta kosti ekki hærri en í stór-
hýsaborgunum. Að nokkru leyti stafar þetta af því, að
húsastæðin verða miklu dýrari ef leyft er að byggja marg-
lyft, að nokkru af öðrum ástæðum.
í borgunum með marglyftu liúsunum og gamla snið-
inu er helmingur alls borgarstæðisins gerður að götum og
öðru óbjrgðu landi, til þess að loft haldist sæmilegt, og
heilbrigði manna sé síður hætta búin, en á hinum helmingi
borgarstæðisins er marglyftum liúsum hrúgað saman svo,
að víða nýtur ekki sólar. I nýtízkuborgunum er nokkur
hluti óbygða landsins látinn fylgja hverju húsi og er rækt-
aður, miklu minna land lagt í götur og mun minna í
skrautgarða víðast hvar. Hver fjölskylda fær svo sitt
hús fyrir sig, og þeir sem sæmilega eru efnum búnir geta
keypt sér hús ef landið er á annaðborð selt. Með þessu
skipulagi má að sjálfsögðu tryggja það, að öll hús njóti
sæmilega birtu og sólskins.
Götugerð. Eitt af því, sem er ærið ólikt í nýtízku borg-
unum við það sem áðúr tiðkaðist, eru göturn-
ar. í gömlu borgunum, sérstaklega nýjum borgarhlutum,
voru þær allajafna þráðbeinar, afarbreiðar, frá 20—40'
stikur eða meira, allar þaktar liöggnu grjóti eða jarð-
biki, og hornréttar hvcráaðra. 1 nýju borgunum eru göt-
urnar venjulega bognar og þykir ]>að viðast bæði fegurra
og hentugra, sérstaklcga fyrir smábæi, eru tiltölulega ör-
mjóar, frá 4,5—12 st., af mjög einfaldri gerð, en framaiu