Skírnir - 01.04.1917, Page 34
ísland og Norðurlönd.
Fyrirlestnr haldinn á 5. norræna stúdentafundinum
á Eiðsvelli 1915.
Eftir Sigfús Blöndal.
Norræna stúdentasambandið er félag sem starfar að
'því að koma á andlegri og bróðurlegri einingu Norður-
landa, án þess að skifta sér af pólitík. Mér finst því frá-
gangssök, að við hér förum að ræða pólitiska afstöðu
Norðurlanda sín á milli eða gagnvart öðrum löndum, og
eg ætla mér ekki heldur að gera það að því er Island
snertir, en eg ætla aðeins að drepa á einstöku aðalatriði,
sem eru mikilsvarðandi þegar ræða skal um afstöðu okk-
ar litlu þjóðar gagnvart hinum norrænu þjóðunum að því
er snertir það sem gert er til að koma á nánara andlegu
og menningarsambandi milli okkar og þeirra.
Gamli, pólitiski skandinavisminn átti aldrei miklum
vinsældum að fagna á íslandi. Astæðan til þess var eink-
um sú, að flestir forvigismenn þeirrar hreyflngar virtust
ekki muna eftir því að íslendingar voru sérstök kynkvisl
norræna þjóðbálksins; það var altaf verið að stagast á
sþremur þjóðunum«. Pólitisk þýðing íslands var sama
sem ekki neitt. — Norðurlönd gátu ekki búist við nein-
um styrk þaðan, sem vert væri að nefna, í baráttunni
gegn útlendum óvinum.
En nú er að rísa upp á Norðurlöndum megn tilfinn-
iug þess að norrænu þjóðirnar heyri hver annari til and-
lega og menningarlega, og þessi hreyfing heldur aðraleið
•en skandínavisminn gamli. Mönnum er orðið ljóst, að hver