Skírnir - 01.04.1917, Side 36
Skírnir]
ísland og Norðurlönd.
143;
nánara andlegu sambandi þjóðanna. Aftur á móti læra
allir mentaðir íslendingar dönsku, norsku og sænsku, og
kynna sér allvel bókmentir bræðraþjóðanna. Afleiðingin'
er sú, að við vitum miklu meira um bræðraþjóðir vorar
en þær vita um okkur.
Af hinni afskektu stöðu og einangrun Islands hefir
það leitt, að þjóðfélags- og menningarástand miðaldanna
hefir getað haldist lengur hjá vorri þjóð en annarstaðar
á ílorðurlöndum. Eiginlegar borgir liafa fyrst risið upp
hjá okkur á 19. öldinni og borgamenningin okkar er þess
vegna svo ung og hefir lítið að erfðum fengið; þjóðmenn-
ingin íslenzka er bændamenning. Iðnaður, verzlun og
skipaferðir er alt á barnæskustiginu, borgarastéttin því fá-
menn og hefir ekki í þjóðlífi voru getað haft þau álirif
sem samskonar stéttir hafa hjá bræðraþjóðunum. Bænda-
stéttin er sú stétt landsins, sem ennþá er langþýðingar-
mest, og með henni má í rauninni telja mikinn hluta em-
bættismanna, einkum alla prestastéttina að kalla má, —
þeir búa uppi í sveit, eiga við lík lífskjör að búa og bænd-
urnir, og oftast nær fer heill og hagur þeirra saman. Yfir-
leitt má segja að stéttamunur sé mjög lítill, hjá þjóð'
vorri ræður alþýðan öllu, og hið mikla djúp milli fátækra
og ríkra, sem viðast hvar er til, verður maður ekki svo
mikið var við á Islandi. í rauninni má segja að á Islandi
vanti okkur mestu mótsetningarnar, okltur vantar þá
menningu sem finst í æðstu stéttum annara landa, þar
sem auðlegð og menning hafa gengið að arfi frá kynslóð •
til kynslóðar, og okkur vantar andstæðuna við það, skríl-
inn í stórborgunum.
En það er öllum ljóst að alt þetta er að gjörbreytast.-
Utlenda menningin og straumar nýja tímans renna yfir
landið, frjóvga og glæða sumt en eyða öðru. Að mörgu
ieyti stöndum við vel að vígi gagnvart nýja tímanum,
Þjóðin er gáfuð og gallhraust. Ýmsir sjúkdómar, sem eru
algengir erlendis, eru óþektir að kalla má á íslandi (þannig
er t. d. skarlatssótt fremur sjaldgæf). Yið erum nærri þvi
alveg lausir við tvö mestu átumein heimsmenningarinnar^