Skírnir - 01.04.1917, Side 40
Skírnir]
ísland og Noröurlönd.
14T
með þá kreyfingu sem hefir náð tökum á íslenzku þjóð-
inni fremur öllura öðrum, bindindishreyfinguna. Sigur
hennar á íslandi er að þakka hinni alþjóðlegu iood-
Templarareglu, sem er korain til Islands frá Noregi. Ung-
mennahreyfingin hefir í sínum norska búningi i’undið góð-
an jarðveg á Islandi. Og það eru ýmsar greinar sem
hægt væri að nefna, þar sem við höfum lært af Norð-
mönnum, og enn þá fleiri, sem við eigurn eftir að læra
af þeim.
Látum okkur því næst líta á hvað við Islendingar
eigum að þakka bræðraþjóð okkar, Dönum, þeirri þjóð,
sem við erum í rikissambandi við, þar sem við liöfum
sameiginlegan borgararétt, sameiginlegan konung, og sam-
eiginlegar stofnanir á mörgum sviðum. Það liefir auðvit-
að ekki hjá þvi farið að sú þjóð, stm lengra er komin á
leið í menning og auðlegð, hefir haft mikil áhrif á fátæk-
ari og auk þess miklu fámennari þjóðina. Eg ætla mér
nú ekki að tala um það, sem þjóðunum liefir farið á milli
í pólitík. Þegar á að gera upp alt saman, bæði gott og
ilt, sem leitt hefir af pólitisku sambandi landanna, og
leggja dóm á það hvor þjóðin hafi haft eða hafi nú sem
stendur mest gagnið af þessu sambandi, þá getur varla,
hjá þvi farið, að þjóðernistilfinningin segi til sín, og þegar
maður heyrir annari þjóðinni til, að ætterni eða uppeldi,
er erfitt að fá báðar til að trúa sér. Eg er sjálfur þeirrar
skoðunar að sambandið milli íslands og Danmerkur sé til
mikils hags fyrir Island, og eg held það mundi vera okk-
ur til óláns ef því sambandi yrði slitið, en annars ætla
eS ekki að fara frekar út í þetta mál. Okkur kemur
heldur ekki við á livern hátt þessu sambandi megi koma
fyrir sem haganlegast, úr því verða danskir og íslenzkir
stjórnmálamenn að ráða í bróðerni, og eins og kunnugt
er eru mjög skiftar skoðanir manna í þeim efnum. En
það er alt öðru máli að gegna þegar litið er á menning-
armálin og þjóðfélagslífið. Á þeim sviðum munu allir
sannleiksfúsir íslendingar, hvað ólíkar sem pólitískar skoð-
anir þeirra kunna að vera, vera á eitt sáttir um það, að'
10*