Skírnir - 01.04.1917, Qupperneq 44
■^skirnií]
ísiand og Norðurlönd,
151
að teljast til lofs íslenzkum stjórnmálamönnum, að þeir
íhirða ekki um að minnast á stjórnmálaþref vort við Dani,
þegar á hitt er að líta, en leita þekkingarinnar þar sem
hana er að finna. Venjulega eru það íslendingar sjálfir
sem brjóta upp á nýjungum, en hitt á sér líka stað, að
Danir verða fyrri til; þannig voru það danskir vísinda-
menn með Ryder liöfuðsmanni í broddi fylkingar sem
börðust fyrir því að vekja áhuga íslenzku þjóðarinnar á
sskógrækt, og það hefir loks tekist að koma mönnum í
skilning um þýðingu hennar; annardanskur maður, Schier-
'beck landlæknir, á, mikla þökk skilið sem forvígismaður
endurbóta i garðrækt; þá er það öðrum dönskum lækni,
próf. Ehlers, að þakka, að danskir OddFellowar stofnuðu
holdsveikraspítala á íslandi, þannig að nú er útlit til þess
að þessum voðasjúkdómi verði algerlega útrýmt úr
■landinu.
Það mætti nefna margs konar önnur áhrif frá Dan-
mörku, góð og ill — en tíminn leyfir mér ekki að tína
fleira til. En eg vil draga saman í eitt það sem hér er
sagt, þannig, að Danmörk hefir verið og er að miklu leyti
•enn það land sem öllum öðrum löndum fremur er sam-
tengingarlandið milli íslands og Norðurálfunnar, alþjóðar-
menning nútimans er til vor komin frá Danmörku og oft
með einkennilegum dönskum blæ. Eins og Eanir háfa
.lært af Þjóðverjum, Englendingum og Frökkum, fengið
mikilsvarðandi menningargreinir frá þeim og breytt þeim
þannig, að þær hafa fengið á sig hreint danskt snið, eins
höfum við fengið mikilsvarðandi menningargreinir frá
Dönutn, og við eigum þessari bræðraþjóð okkar að þakka
ýmislegt það, sem okkur þykir vænst um og við væntum
•okkur mest af, og enda þótt svo hljóti að fara að margt
aí þessu með tímanum fái á sig sérstakt íslenzkt snið,
.mun þó oft vera hægt ^ð sjá danska upprunann og það
sem þannig verður sameiginlegt fyrir þjóðirnar, vegur
þungt á metunum þegar um það er að ræða að þroska
samúðarandann og efla sameiginlega menningu á öðrum
-Æviðum.