Skírnir - 01.04.1917, Side 53
Jón Stefánsson
— Þorgils gjallanöi. —
„Hátt, hátt uppi’ í fjalli ég fjallablóm leit,
í fáskrýddum, mögrum og graslitlum reit,
en heiðsvalinn kyssandi blaðkrónu bærði,
í bikarinn sólgeislinn Ijósveigar færði“.
H. H.
Einn bjartasti og áhrifamesti vormorgun i islenzku
iþjóðlífi má telja að renni upp í byrjun síðasta aldarfjórð-
ungs nítjándu aldarinnar. Þá er vor í lofti. Heitir straum-
ar leika um hugi allra Islendinga, og veita margskonar
frjómögnum yfir ósánu akrana í sálum æskumannanna.
Eldar þeir, sem hituðu þessa strauma, stöfuðu að öðr-
um þræði úr djúpi fornaldarinnar — minninganna, sem
brutust upp á yfirborðið á þúsund ára afmæli þjóðarinnar
1874. En að hinum þættinum stöfuðu þeir frá utan að
komandi nýjungum — stefnubreytingum erleudis, í vís-
indum, skáldskap og bókmentum.
Þjóðræknisandinn, sem hugfestist bezt á þess-
um merkilegu tímamótum, og ylblær andlegra hreyfinga,
sem efst voru á baugi hjá öðrum þjóðum — sameinuðust
hér, lífguðu frækornin og mótuðu sálir æskumannanna.
— Þá urðu og straumhvörf í íslenzkum skáldskap og bók-
mentum, í svipaða átt og erlendis. Eómantiska stefnan,
■sem borin var fram af Fjölnismönnum og samherjum
þeirra, vék úr sæti, en liin nýja hlutsæisstefna (realismus)
réðst að stóli.
öldur frelsis og framfara liðu að ströndum eyjarinn-
.ar norður við heimshjarann. — Yngri mentavinir og ís-