Skírnir - 01.04.1917, Side 54
‘ðkirnir]
Jón Stefánsson.
161
lenzkir námsmenn við háskólann í Kaupmannahöfn urðu
fyrst snortnir af straumunum og hófu upp merki nýju
•stefnunnar. Enda hafa þeir oft mátt teljast útverðir ís-
lenzkra menta og boðberar erlendra áhrifa. — Þá var
kveikt á mörgum nýjurn vitum á bókmentasviðinu; og
þó að hinir ungu eldkveikjumenn verði eigi taldir hér
með nöfnum, þá vil eg einkum benda á útgefendur »Yerð-
-andi« og samherja þeirra.
Skáldaþrenning þjóðhátíðarinnar: Gröndal, Steingrím-
Tur og Matthías, lyftu huga þjóðarinnar, opnuðu sálir lands-
manna, svo að þær tóku betur á móti hreyfingum og nýj-
ungum. I kvæðum sínum ófu þeir fagran þjóðhátíðar-
krans úr fornaldarljómanum, rómantiskum þeyblæ Fjöln-
ismanna og framsóknarhug og hvötum vaknaðra manna
-á þessum tímamótum. Sú hvirfing stendur þar við veg-
inn, með vekjara ættjarðarástar og andans sjónar, mitt
á milli skáldanna frá 1830 og hins nýja flokks hlutsæis-
stefnunnar, án þess að beygja sig nokkuð undir öldur
hennar. — Hughrif þeirra og hiti hins nýja flokks vöktu
■og mótuðu æskumennina á þessu tímabili.
Skáldin eru eins og lýsandi eldstólpar í eyðimörkinni.
T?au varpa geislum yfir framsóknarbraut þjóðarinnar. —
Þau eru vitar, sem ylja og lýsa, þó að einstöku sinnum
húmi og komi haust í þjóðlífinu. — Kynslóðin, sem nú
er að vaxa upp, mun meta þessa vakningu frá 1874 að
sínu leyti eins og forgöngumenn hennar mintust Fjölnis-.
Jnanna og viðreisnartímabilsins um og eftir 1830.
Suðræni þeyblærinn snertir fyrst þá hluta landsins,
sem eru sólarmegin og horfa gegnt menningarþjóðunum;
°g sveipast síðan um alt hálendið, sem nyrzt er og fjærst.
Hin nýja þjóðlífshreyfing nam, á sama hátt, fjallahéruð
Islands og útkjálka, engu síður en þéttbýlustu sveitir og
umhverfi helztu mentastofnana þjóðarinnar. — Sumstaðar
tóku fjallablómin opnum örmum við frjómögnunum. Þau
þroskuðust í kyrð og næði, þó að jarðvegurinn væri mag-
1Jr °S náttúruskilvrðin harðdræg viðskiftis. Þau öðluðust:
11