Skírnir - 01.04.1917, Qupperneq 55
162
Jón Stefánsson.
[Skírnir
„kið þrantseiga islenzka. geð'
og áræðna frainsóknarþrá11,.
sem verður þróttmest, lifir lengst og sigrar..
-----I Þingeyjarsýslu náði vakningin djúpum og-
víðfaðma tökum. Bendir margt til þess, að hún liafi orðið'
þar staðföstust.
Sú kynslóð, sem vaknar hér til starfa í byrjun ald-
arfjórðungsins, tileinkar sér fegurðina,, lífsbjarmann og
samræmið í bókmentunum frá Ijóðum Jónasar Hallgríms-
sonar til smárita B. Gröndals um skáldskap og hugsýnir.
Svo lítur hún umhverfis sig á veruleikann og mannlífið,
gegnum gleraugu hlutsæisstefnunnar, sem skýrðu bezt
mótsagnir lífsins og ranglæti, ástríður og öfgar. En feg-
urðarkendin vakti undir niðri í sálunum og kveikti við
þessa sýn umbótaþrána í brjóstum ungu mannannap
— þrána til þess að glæða samúð og samræmi í lífinu og
skipulagi þess — bæta það og göfga á siðlegum og fé-
lagslegum grundvelli. — Hugsjónirnar þroskast og brjót-
ast fram í margskonar myndum, á ýrnsum sviðum. Fyrst
og fremst til þess, að gerbreyta ríkjandi liugsunarhætti;
steypa af stóli úreltum skoðunum og lráttum; svo til
breytinga og endurbóta í félagsskipulaginu, hags- og at-
vinnumálum.
Kynslóðin lagði þannig grundvöll samúðarstefn-
unnar og samvinnufélagsskaparins, sem nú
er yngsta og nýjasta h u g s j ó n a - og m e n n i n g a r-
s t e f n a þjóðarinnar. — Margir samherjar áttu þar hlut
að máli og verður ekki farið lengra út í það hér.
-------Einn af þeim mönnum í liéraðinu, sem mest-
an þátt áttu í því, að hafa áhrif á eldri rikjandi skoðanir
og venjur, og lagði sinn skerf sérstaklega fram á sviði
bókmentanna, var Jón Stefánsson, sem víðast er kunnur
undir rithöfundarnafni þvi, er liann tók sér — Þorgils
gjallandi. Hann hóf eindregið merki hlutsæisstefnunnar
í bókmentum. Varð gripinn af áhrifum þeim, sem nátt-
úruvísindin, breytiþróunarkenning iðarwins, hafði á arf-
gengar skoðanir í trúarefnum og öðrum mannfélagsmál-