Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1917, Side 57

Skírnir - 01.04.1917, Side 57
1G4 Jón Stefánsson. [Skírnir Æsku- og uppeldisárin vörpuðu skuggum á leið hans, og einstæðingsskapurinn svarf fast að og mótaði sál lians. Hann naut eigi jafnrar aðstöðu til þroska og undirbúnings lífsstarfinu og ýmsir jafnaldrar hans. Þetta mun hafa skerpt sjón hans fyrir misjafnri aðstöðu manna í lífinu að auði og völdum. Hann leggur út í lífið einn síns liðs og félaus; stóð eigi annað nær, en að fara í vinnumensku. En sú staða var þá miklu ófýsilegri en nú er orðið námfúsum unglingi með útþrá í brjósti. Frístundir gáfust færri en nú tíðkast og kaupið var lágt. Eftir lát föður síns var Jón nokkur ár á vist hjá föðurbróður sínum, Hjálmari Helgasyni í Vogum ; þar mun hann miður hafa átt kost þess, að auðga andann með bókalestri og námi. Frændi hans var kappsmaður til verka, snarpur, skýr, ræðinn og kunnugur fornum fræð- um. Þess naut Jón dyggilega. — Um tvítugsaldur réðist hann til vinnumensku í Gautlönd. Sjálfur skýrir hann svo frá í bréfi til frænda sins (Jóns sál. alþingism. í Múla): »Ekki tel eg mig hafa mannast sérstaklega við vistina á Gautlöndum; það var ruslaralýður vinnufólkið flest og margmálugt; við það gátu hjónin tæpast ráðið. Bækur fekk eg, bæði þá og áður, með fúsu geði hjá Jóni Sig- urðssyni, enda reyndi eg að fara vel með þær og vera skilsamur, því að það mat Jón mikils«. Þjóðhátíðarárið, 1874, var hann á Gautlöndum. Má geta því nærri, að ýmsir fróðleiksmolar og kyndlar hafi þá fallið í skaut æskumanna í návist Jóns Sigurðssonar, þess víðfróða áhugamanns i þjóðmálum. — Hitt líka eðlilegt, að úr mörgu yrði að sigta á svo fjölmennu heimili. Næst réðist Jón í Skútustaði til síra Jóns Þorsteins- sonar; var þar nokkur ár, og giftist árið 1877 eftirlifandi ekkju sinni, Jakobínu Pétursdóttur frá Reykjahlíð. Þau hjón voru jafngömul. Kyntust fyrst og feldu hugi sam- an, þegar Jón var hjá frænda sínum í Vogum. Árin, sem liðin voru síðan, skyldu notuð til að afla staðfestu og efna ±il þess að geta stofnað til heimilis að íslenzkum sveita-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.