Skírnir - 01.04.1917, Side 58
Skirnir]
Jón Stefánsson.
165-
sið. — Réðust þau svo í einyrkjabúskap; bjuggu á ýms-
um jörðum i sveitinni fyrstu árin, stundum í margbýli,
því að jafnan hefir þar verið þröngt setið. — En árið
1889 fluttu þau að Litluströnd og dvöldu þar stöðugt eftir
það. — Jón og Jakobína eignuðust tvær dætur, sem upp-
komust, Gfuðrúnu og Védísi. Stunda þær búið heima með
móður sinni.
Það er annað en leikur fyrir frumbýling með tvær
hendur tómar, að koma fljótt fyrir sig fótum, svo að trygg
verði aðstaðan; til þess verður að beita sjálfsafneitun og
fullu fylgí við' störfin. Fáum, sem reynt hafa, mun finn-
ast tími vinnast eða frjálsræði til aukastarfa. Þó að Jón
teldi sig »eigi búsýslumann« tókst honum þetta prýðilega.
Dagleg heimilisstörf og skyldur rækti hann með reglu-
semi og dugnaði og leysti þau svo snoturlega af hendi,
að það þótti fyrirmynd. Á þenna hátt tókst þeim hjón-
um smám saman að koma upp laglegu búi, eigi stóru, en
skuldlaust og af sjálfsdáðum. En fyrstu búskaparárin áttu
þau við fátækt að búa.
Vinnuna mat Jón mikils. Hún var yndi hans. Sér-
lega smekkvís og glöggur á það, sem vel var gert og
drengilega. Leitaði að listinni í hverju starfi og starfs-
háttum — vinnulagi. Var sjálfur sérstakur metnaðarmað-
ur í þeim efnum. Dagleg uppáhaldsstörf hans voru hey-
vinna og búpeningshirðing. Hann var mjúkur og góður
sláttumaður og viðbrugðið fyrir snyrtimannlega liirðingu
°o umgengni í peningshúsum. Ilafði í því efni áhrif á
aðra, einkum í nákvæmni við hesta. Var elskur að þeim,
glöggur á kostina og þótti jafnan hin bezta skemtun og
uautn um dagana að njóta þeirra, og skoðaði hestinn sinn
sem félagsbróður. — Sérlegur fjárþekkingarmaður var
hann ekki og gjarnan spar á fóðurbirgðum. Kemst Jón
sjálfur svo að orði í áðurnefndu bréfi: ». . . . Þrifinn
fjármaður, en ekki eins glöggur og Guðmundur1) segir.
') Guðmundur Friðjónsson skrifaði um Jón St. í „Eimreiðina" fyrir
nokkrum árum. Sum atriði bréfsins ber að skoða sem atbugasemdir-
við þaö. g