Skírnir - 01.04.1917, Side 59
166
Jón Stefánsson.
[Skírnir
Drjúgur heyskaparmaður. Aldrei ánægðari með sjálfan
mig, en þegar eg sló Breið«. (Það var grösug spilda í
Framengjum).
Af því, sem nú er sagt, má gera sér nokkra grein
fyrir því, hvernig búskapurinn blessaðist, þrátt fyrir erfið-
leikana og hitt, að Jón rækti annað mikilvægt starf sam-
hliða honum.
Bókmentastarfsemi — lærdóm, lestur og ritstörf —
hlaut Jón Stefánsson að liafa í hjáverkum alla æfi. I
æsku veittust honum af skornum skarnti tómstundir til
lestur3. En með óslökkvandi þrá og þoli og með því að
nota hvíldartíma sinn, auðgaði hann anda sinn við lestur
þeirra bóka, er til náðist og hann hugði nothæfar. Þær
voru honum eini skólinn, eins og flestum alþýðumönnum
á þeim árum. Þó mun hann eitthvað hafa notið tilsagn-
ar undir fermingu á Skútustöðum hjá síra Þorláki Jóns-
syni, ásamt þeim frændum sínum og jafnöldrum, síra
Birni Þorlákssyni á Dvergasteini og Kristjáni Jónssyni
háyfirdómara. Þráði hann mjög að komast áfram til frek-
ara náms, þegar þeir fóru i skóla, en fjúrþröng hamlaði.
— Jón náði snemma ágætri rithönd, er stöðugt hélzt, föst
og skýr. Um tvítugsaldur dvaldi liann nokkrar vikur hjá
síra Benedikt Kristjánssyni á Skinnastað, einkum til þess
að læra dönsku (framburð liennar og málfræði) og aðrar
almennustu námsgreinar. Annan tíma notaði hann eigi
sérstaklega til náms hjá öðrum.
Grundvöllur sjálfsmentunar hans og bóklegrar þekk-
ingar var fyrst og fremst okkar fornu bókmentir. Þær
voru honum biblía. Sú gullnáma, er hann jós ótæpt úr
í riti og daglegu tali. Þar sá hann fyrirmyndir hetju-
skapar og mannúðar. Þó honum hins vegar dyldist eigi
einstaklingsofbeldi og réttleysi fjöldans á því tímabili,
sem kallað er gullöld þjóðarinnar.
Næmur skilningur og ást hans á því góða og sér-
kennilega í sögu okkar og þjóðerni, stældi og liitaði hug-
ann. Mótaði ritmál hans sterkt að fornum lögum, en þó