Skírnir - 01.04.1917, Side 65
172 Jón Stefánsson. [Skfrniir
Fór þá jafnan með næmustum orðum og skilningi um
einkunnir einstaklingsins og snerti strengi syrgjenda eigi
ómýkra en sálusorgari.
Alla æfi var J. St. staðbundinn í sveit sinni og sýsluý.
átti aldrei kost útfarar þaðan, nema í anda. Náttúru- og-
sveitabarn var hann svo mikið, að á efri árum var það
honum áreynsla, að dvelja í ferðalögum fjarri æskustöðv-
unum. Sveitin sumarskreytta og vetrarhreina var i senn
uppeldismóðir hans og ástardís. Erfiðleikarnir, sem eru
beztu fægingarsteinarnir í lífi manna, skýra hæfileikana
og skerpa tiltínningarnar; þeir mótuðu einkunnir hans,
En þeir gerðu líka annað: þreyttu manninn og styttu æf-
ina um skör fram.
— — — Málefni sveitarinnar lét J. St. sig ávalfc
miklu varða og fylgdi með áhuga því, sem fram fór £
héraðinu. Hreppstjórn hafði hann á hendi í Mývatnssveit
í 26 ár. Tók við því starfi 1889 og gegndi því með stakrí
vandvirkni og samvizkusemi. En umboðsstörf, málaþjarlc
og valdsmenska var lionum fjærri skapi, enda beitti hanu
því ekki fremur en brýnustu skyldur kröfðu.
Stjórnmálum og öðrum opinberum málum fylgdi hanrr
með áhuga og stundum hita. Lagði oft orð í þann belg'
á fundum og í blöðunum, þó hann ætti aldrei beinan þátfc
í að framfylgja málum. .Tafnan ódulur á skoðun sinni og-
ákveðinn, þó hann beitti sér eigi sem fiokksmaður. í
stjórnarfarsdeilunum fylgdi hann ætíð þeim, sem lengst
gengu í sjálfstjórnarkröfum þjóðarinnar, og mun hafa staðið
næst Landvarnarmönnum. Viðkvæmur fyrir, ef gengið-
var nærri athafnafrelsi einstaklingsins með þvingunarlög-
um eða banni. Og hörundssárastur, ef honum virtist em-
bættisvaldið hreykja sér um skör fram og skara eld að"
sinni köku eða beita drotnunargirni við alþýðu. Greip-
þá stundum pennann til varnar og gerði gys að sérgæð-
ishætti og yfirlæti þess.
Jón Stefánsson var fullur meðalmaður á hæð, hnell-
inn og vel vaxinn. Hvatur í hreyfingum. Dökkur yfir-