Skírnir - 01.04.1917, Side 73
180
Milli svefns og vökn.
[Skirnir
í augu vor karlmannanna. Börnin voru. hlæjandi og
spriklandi aí fjöri og lífsþrá.
Það voru þeir Norðanmenn að sækja skemtifund og
njóta veðurgæðanna.
— í kvöld er eg frár eins og fugl, og líð um loft og
láð. Hraðið ykkur! Eg kem varla síðar að þingkúsinu,
þótt engan hafi eg reiðskjótann og enga skautana. —
Löngum spöl siðar er einn maður ríðandi, einyrki
þar norðan frá; hann hefir tafist við hýsingu fjárins. Hest-
urinn er dökkur, og hann tekur flóann í einum þráðbein-
um stökkspretti; er þrettán mínútur landanna milli og
brtinn að ná hinum við Akurdalinn.
Ofan úr Sundum koma einnig mannflokkar og fara
hvatlega. — Þessir sveitungar mínir hafa þó þörf, elju og
skaplyndi til þess að létta sér upp, koma saman þó vetur
sé; gleðjast hver með öðrum. Ekki hugsa þeir það sami
bezt að einangrast og þumbaldast; ekki ætla þeir að fjörið
muni frjósa og þeir eru ekki líklegir til þess að þylja í
feld sinn um þrautir og farg gadds og grimdar. Vetur-
inn er þeim engin bjarnarnótt. — Og það gleður mig.
Eg hefi aldrei verið elskur að þeim mönnum, sem virðast
á takmörkum þess að verða samfrosta. Eg trúi meir á
samhuga fylking manna til þjóðþriflegra heilla, en hinu
að hver smábóndi berjist með knúum og knjám fyrir
óskerði síns örlitla höldsríkis; girði garð um landeign sína.
]STú skifti eg um útsýnisstöðina. Af Hjallhólnum blasir
vel við að horfa á þá Sunnanmennina. Frá suðaustri,
suðri, suðvestri og að vestan, yfir ísgljá »Engjanna« koma
skautamenn, reiðmenn og hestar, sem draga sleða, er
fólkið situr á. Hreint fjallaloftið, hreyfingin og gleðivonin
létta skap manna, varpa ánægjublæ yfir hvert andlit.
Eykur hvatleik eldri og yngri; gefur »litu góða* eins og
segir í sköpunarsögunni norðlægu.
Vindsúg svipar sem snöggvast fvrir; fáninn blaktir
til. Fálkinn sýnist stæla vöðvana og búast til flugsins.
Reiðdynurinn, skautahljóðið og sleðaþrymjandinn geng-
air yfir Boðatjörn.