Skírnir - 01.04.1917, Síða 74
Skírnir]
Milli svefDs og vöku.
181
Eg þekki vel fótaburðinn þinn gamli Svanur! —
hestagullið; hann er fallegur og tígulegur enn þá. Þ6
man eg þig loftmeiri, léttstígari og frárri; minnist fjörs
og skeiðsins frá blómaárum þínum, og stóru móbrúnu.
augun þín ganga mér seint úr minni.
Og þennan roskna skautamann þekki eg líka svo
mætavel.. Hann, sem gengur fjarst til vinstri handar;
kannast glögt við löngu, jöfnu skrefin, beina, liðlega vöxt-
inn og mjúku hreyfíngarnar. Man þig samt fimari, snar-
ráðari og léttari til gangsins, þótt þú sómir þér vel og
sæmdarlega í fararbroddi ungu skautamannanna.
Hú er heillastund. Lífið fagurt. Náttúran hrein og
göfug.
Fólkið gengur heim að bænum, fram hjá kirkjunni, að
þingþúsinu nýja. Það streymir inn og er ös og þröng
við dyrnar. Hér er fjölmenni saman komið, og nú liggja
ekki skrautklæðin heima.
Mig fýsir ekki til fjöldans strax, þröngin, renslið
aftur og fram; hrindingar og olnbogaskot hafa jafnari
gramið vanstilta skapið mitt.
Eg stend hér um stund enn þá. Hjarta mitt slær við
brjóst þitt fagra fjallasveit! — öræfabygð! eg elska þig..
Þú hefir svo oft svalað einlynda barninu þínu; kyrt ólgu
°g æsingu mína. Vakið hjá mér traust. Reist mig af
knésigi. Blessað mig með helgikyrð, göfugrar og frjálsrar
náttúrufegurðar.
A þessum hól, heima í bænum og hérna um túnið,.
eru bernskusporin mín, fyrstu menjar skilgreiningar og
hyggjuvits míns. Enginn maður með heilbrigðum tilfinn-
ingum gleymir bernskustöðvunum. Þar vakna þær minn-
ingar, sem gera roskna manninn viðkvæman og dreym-
andi.. Síðar hefi eg leikið mér hér með jafnöldrum mín-
nnr, hlegið og notið gleðinnar. Hér hefi eg fylgt foreldruna
nnnum, ungur að aldri, til grafar, og siðan mörgum vin-
um og leikbræðrum. Hér hefi eg lært að skilja boðorðið:
»Maður skal eftir mann lifa«, svo að mér hefir að haldi
komið. Hér hefi eg vitað glæsivonir ungs manns fá ólíf-