Skírnir - 01.04.1917, Qupperneq 81
188
Dómnrinn.
[Skírnir
mig öðru visi en eg var og vil vera. Brendu bókina, þá
íæ eg frið.
[Jngi maðurinn brendi bókina, og konan bvarf.
— Er eg ekki skáldV spurði ungi maðurinn.
— Þig vantar sálarskuggsjána, svaraði rödd-
in mikla.
— Hvernig get eg náð henni? spurði ungi maðurinn.
— Hún er undir fjallinu þarna, svaraði röddin mikla.
— Flyt það burtu, og þú munt finna sálarskuggsjána.
— Ungi maðurinn tók til að flytja burtu fjallið. Þa&
var erfltt verk. Þegar því var lokið, fann hann sálar-
skuggsjána.
— Hú er eg skáld,. sagði ungi maðurinn og horfði í
sálarskuggsjána. í henni sá bann hverja þá sál, sem hann
vildi sjá.
Nú gat hann skrifað. Iíann þurfti ekki annað en
horfa í sálarskuggsjána, þá sá hann, hvernig sálirnar
voru, og í bók lífsins sá hann hvað þær höfðu gjört.
Ungi maðurinn skrifaði nú margar bækur.
Einn dag kom inn til hans konungur. Ungi maður-
urinn þekti þegar, að þar var kominn konungurinn, sem
hann var að ljúka við að skrifa um, og gladdist hann
með sjálfum sér, því þessi konungur hafði gert margt
gott, og sál hans var einhver fegursta sálin, sem ungi
maðurinn hafði séð í skuggsjánni.
Konungurinn mælti:
— Brendu bókina, sem þú skrifaðir um mig, svo að
eg fái frið í gröf minni.
— Hágöfugi konungur! Tignasti herra! Hefi eg sagt
nokkuð ilt um yður ?
— Nei, ekki ilt, en margt ósatt, svaraði konungurinn.
— Hefi eg ekki sagt frá sál yðar, eins og hún kom
mér fyrir augu í skuggsjánni? Hefi eg ekki sagt frá
verkum yðar eins og þau eru skráð í bók lífsins.
— Þú hefir sagt frá verkum mínum eins og þau
komu þeim fyrir augu, er lifðu með mér, en þú hefir sagt