Skírnir - 01.04.1917, Side 88
Ritfregnir.
Islandica. An annual relating to Iceland and tlie Fiske
Icelandic Collection in Cornell University Library. Voll.
VII—IX. Ithaca, New York, 1914—1916. 8vo.
í 88. árgangi Skírnis (1914), bls. 422—430, er getið um rit
þau, er áður hafa komið út í ritsafni þessu; þar er og þess getið,
hvernig það er komið til og hvert sé ætlunarverk þess. Um þetta
vísast þess vegna til þess, er þar segir.
Islandica VII. The Story of Griselda in Iceland. Edi-
ted with an introduction by Halldór Hermannsson. (6 +)
xviij-f-48 bls. Ithaca, N. Y. 1914. 8vo.
í hinu heimsfræga sagnasafni Decamerone eftir ftalska
skáldið Giovanni Boccaccioer síðasta sagan um Griselda.
Fáar sögur munu hafa orðið þessari sögu vinsælli eða verið þýdd-
ar oftar eða notaðar framar sem yrkisefni í einhverri mynd. Þessi
saga komst einnig inn í íslenzkar bókmentir, bæði f sögusniði
(saga af Gríshildi hinni góðu, saga af Gríshildi hinni þolinmóðu,
æfintýr af Valtara hertoga) og í kvæðum og rímum. Gott dæmi
um vinsældir sögunnar hér á landi er það, að fyrir kom það, að
börn voru skírð þessu nafni, Gríshildur; ekki kemur nafnið þó
fyrir í síðasta manntali, líklega af því, að það er ekki fagurt í
hinni íslenzku mynd þess.
I þessu hefti I s 1 a n d i c a-safnsins hefir útgefandi tekið sór
fyrir hendur að rannsaka meðferð sögunnar í fslenzkum bókment-
um, þar með einnig, hvern veg hún hefir til vor borizt og hverjum
breytingum hún hefir tekið. Eins og kunnugt er, safnaði Fiske
auk íslenzkra rita einnig ritum ftölsku Bkáldanna Dante og
Petrarca. En Petrarca hefir tekið sór til yrkisefnis eða öllu held-
ur þýtt (á latfnu) sögu Boccaccios um Griselda. Af þessari ástæðu
var það, að FÍBke með aðstoð dr. Jóns Þorkelssonar, þjóðskjala—
13*