Skírnir - 01.04.1917, Síða 103
210
Ritfregnir.
[Skírnir
bókfræðilega, alt, sem að bókunum lytur hið ytra; höf. er syct
kunnur bókfræðingur, að nafn hans eitt er í rauninni næg trygg-
ing fyrir því.
Eg hefi að eins fáar athugasemdir að gera við þessa skrá, og
þær eru hvorki stórvægilegar né rýra á nokkurn hátt gildi ritsins.
Á bls. 36 getur höf. þess, að Oddur Gottskálksson hafi gefið út
Nýja-Testamentis-þýðing sína á sjálfs sín ko3tnað. Þetta er mjög'
líklegt, með því að í bréfa- og minnis-bók Gizurar biskups Einars-
sonar má finna skilagreinir fyrir skuldaskiftum þeirra biskups og
Odds, þar sem Gizur biskup er skuldskeyttur við hann út af Testa-
mentiseintökum, sem hann hefir áf honum keypt. Að minsta kosti
má af þessu ráða, að Gizur biskup hefir ekki sjálfur kostað útgáf-
una, þótt hann hafi stutt hana á annan hátt.
Á bls. 410 getur höf. þess, að eitt eintak só af Nýja-Testamentis-
þýðingu Odds Gottskálkssonar, 1540, hér í Landsbókasafninu.
Þetta er ekki rótt; þar eru 3 eintök, en ekkert heilt, og upp úr
þeim öllum fæst ekki alveg heilt eintak (vantar þó að eins eitt
blað).
Á bls. 526 er þess getið, að Landsbókasafnið hór eigi 3 eintök
af Corvi'ns-postillu, 1546, er öll sóu óheil. Eg hefi ekki getað
fundið, að til væri hór nema eitt brot af fyrra partinum og tvö
slitur af síðara partinum, sem þó má fylla saman, svo langt sem
þau ná.
í 2. neðanmálsgr. á 5.—6. bls. getur höf. þess, að Oddur Gott-
skálksson muni hafa þýtt eða hafi ætlað að þýða 3. bindi Corvíns-
postillu, sem hefir að geyma útleggingar yfir sunnudagapistla
og hátíðisdaga árið um í kring; dregur höf. þetta af orðum Odds
Bjálfs í formálanum fyrir Corvíns-postillu. Eg held, að þetta só
ekki alveg rétt. Oddur hefir ekki á þessum stað átt við þýðing
eftir sjálfan sig, heldur þýðing, sem Gizur biskup Einarsson hafði
gert þá fyrir nokkurum árum og Oddur hefir sjálfsagt vitað um.
Það kemur skýrt fram í bréfabók Gizurar biskups í skrá um bæk-
ur, er hann hefir haft með sór í utanlandsför sinni héðan
árið 1542 (sjá Dipl. Isl. XI. bindi, bls. 190—192), að hann hefir
þýtt þessa bók og haft hana með sér utan í handriti. Þar stendur
(Dipl. Isl. bls. 191): »Item postillam coruini de sanctis quam ego-
transtuli«.
Á bls. 1019-21 er getið um heimiíd fyrir því, að handbók og
sálmabók Marteins biskups Einarssonar sé í safni Jóns Sigurðsson-