Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 12
Sklrnir] Gnömnndnr prófessor Magnnsson. 5
Liater með sin varnarmeðul gegn hinum voðalegu
sárasjúkdómum, sem allir handlæknar óttuðust og ekki
að ’ástæðulausu. Það er lærdómsríkt, að líta í kenslubækur
fyrri tíma, þar sem maður sjer á myndum hvernig að-
ferðin hefur verið við skurðlækningar þá, einkum hinar
stærri, t. a. m. þegar teknir voru limir af sjúklingum.
Hópur af læknum liggja ofan á sjúklingunum til þess að
þeir hreyfi sig ekki vegna kvaianna. Sjálfur skurðlækn-
irinn er með sveðju sína. Eu sjúklingurinn liggur þar,
alþakinn mannabúkum, með óumræðilega angistarfullu
útliti.
Nú var unnt að gjöra hvaða skurði sem skyldi án
þess að sjúklingurinn fynndi til, og allar líkur til að hægt
væri að gjöra það, án þess að nokkur Bárasjúkdómur
kæmi.
Það var ekki neinn smáræðis munur á vinnuskilyrðum
gömlu læknanna og lækna nýja tímans. Þeir voru vafa-
laust jafngáfaðir, samvizkusamir og duglegir að jafnaði
sem læknar nú á tímum, en þeir fæddust of snemma
til þess að geta notið framfara þeirra, sem komu eftir
þeirra daga.
Sú var tíðin, þegar lyflæknarnir einir voru taldir ofur-
menni læknastjettarinnar, þeir einu eiginlegu læknar, sem
væru úttroðnir af vitsmunum og vísindum í bak og fyrir.
En handlæknarnir væru ekki annað en iðnaðarmanna-
igildi, sem enginn reglulega lærður læknir mætti hafa
8amneyti við. Það var ekki laust við, að þær miklu
framfarir, sem getið hefur verið, hefðu haft hausavíxl á
þessu, þannig að handlæknarnir yrðu taldir einu verulegu
læknarnir, en lyflæknarnir aftur settir skör lægra. Smám-
saman hafa menn þó sjeð, að hvorirtveggja hefðu sitt
þýðingarmikla hlutverk, og hvorirtveggja ættu að vinna
að framförum hver á sínu sviði læknisfræðinnar, án smá-
smuglegs krits.
Guðmundur Magnússon stundaði öll sín fræði á náms-
árum sínum með samvizkusemi og áhuga, en snemma
mun hugur hans hafa sjerstaklega hneigst að handlækn-